Íslenski hesturinn tekur að sér að svara tölvupóstum fyrir erlenda ferðamenn

Íslenski hesturinn er einstök skepna og margt til lista lagt eins og Íslendingar hafa vitað öldum saman en sennilega hefur fáum dottið í hug þar til nú að hann geti svarað tölvupóstum fyrir erlenda ferðamenn. Það kunna kannski margir að ætla að þessi frétt sé einhvers konar síðbúið aprílgabb en svo er ekki því nú geta ferðamenn í fúlustu alvöru látið Íslenska hesta svarað fyrir sig tölvupóstum á meðan ferðamennirnir njóta þess að ferðast á íslandi.

Verkefnið sem ber heitið #OuthorseYouEmail er á vegum Íslandsstofu sem vill með þessu vekja athygli ferðamanna mikilvægi þess að njóta dvalarinnar á Íslandi á meðan henni stendur og séu ekki að taka vinnuna með sér í fríið með því að svara tölvupóstum. Í þessu skyni lét Íslandsstofa hanna risastór lyklaborð sem komið hefur verið fyrir í beitarhólfum sérþjálfaðra hesta sem ganga reglulega á lyklaborðunum og svara þannig tölvupóstunum.

Þannig getur ferðamaðurinn farið í upphafi ferðar farið á sérstakt vefsvæði sem sjá má með því að smella hér, þar sem hann einfaldlega skráir sitt netfang og velur sér hest sem sér svo um að vera í samskiptum við þá sem senda ferðamanninum tölvupóst á meðan hann nýtur frísins. Hér að neðan má sjá nánari kynningu á verkefninu og svo annað myndband þar sem hönnun lyklaborðsins er sýnd.

Deila