Íslenskum konum skortir joð – Joðskortur uppspretta margra heilsufarslegra vandamála

Elísabet Guðmundsdóttir læknir

Joðskortur í Íslenskum konum sem staðfestur hefur verið með rannsóknum er ft uppspretta margra heilsufarslegra vandamála en oftar en virðast áherslur í heilbrigðiskerfinu vera þær að ráðast ekki að rót vandans, heldur aðeins gefa pillur við þeim vanda sem upp kemur hverju sinni.

Þetta var meðal þess sem fram í máli Elísabetar Guðmundsdóttur læknis í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Elísabet segir að meðal þeirra heilsufarsvandamála sem joðskortur geti valdið er vanvirkur skjaldkirtill sem geti leitt til offitu með tilheyrandi sjúkdómum sem henni fylgja, og sumum hverjum mjög alvarlegum.

Þá geti joðskortur jafnvel valdið mun alvarlegum veikindum eins og krabbameini og því beri að taka joðskort alltaf alvarlega að mati Elísabetar.

Hún bendir á að hér á landi sé algjör skortur á mælingum á þessu sviði, joð sé mælt í mjólkurkúm en ekki konum.

Þá var í þættinum fjallað um áhrif myglusvepps á heilsu fólks og útskýrði Elísabet hvernig húsasveppur af eitraðri tegund hefur áhrif á heilsuna, sveppurin framleiði örverur sem myndi sérstaka gastegund á næturnar sem hefur það hlutverk að hafa veikjandi áhrif á ónæmiskerfið.

Í Síðdegisútvarpinu í gær var einnig fjallað um myglusvepp í húsum og varnir gegn rafbylgjum, rafbylgjum sem skapi kjöraðstæður fyrir myglusvepp. Elísabet segir rafbylgjur hafi áhrif á líkama fólks, mismikið þó og þá hafi þær áhrif á þætti sem geta síðan leitt af sér eins og t,d aukningu á myglusvepp sem hafi áhrif á heilsuna, þannig rafbylgjur hafa bæði bein og óbein áhrif á heilsu.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila