Nýr flokkur stofnaður á Ítalíu í dag til að losa Ítalíu úr viðjum ESB – Italexit eða „Italeave”

Gianluigi Paragone

Leggið daginn 23. júlí 2020 á minnið. Það er í dag sem stofnaður verður nýr stjórnmálaflokkur ÍTALEXIT hreyfingarinnar á Ítalíu. Gianluigi Paragone fv. þingmaður frá  Fimm Stjörnu hreyfingunni, sem verið hefur utan flokka á þingi síðan í janúar, mun stofna nýjan stjórnmálaflokk sem líkt og Brexit flokkurinn hefur það markmið að fá stuðning ítölsku þjóðarinnar til að frelsa Ítalíu úr ánauð Evrópusambandsins.

Tíminn virðist vera sá rétti eftir fjarveru ESB, þegar Ítalir þurftu sem mest á hjálp að halda vegna kórónufaraldursins. Margir eru boðnir og búnir að aðstoða Ítalexit og þá ekki síst með að fá þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Janez Lenarcic kommissjóner ESB sem ber ábyrgð á kreppuaðgerðum ESB vegna sjúkdómsfaraldursins sagði að 

„ekkert aðildarríki brást við beiðni Ítalíu um hjálp né neyðarkalli til Evrópusambandsins.” 

Nýjar skoðanakannanir sýna að um helmingur Ítala vilja ganga út úr ESB en fyrir tveimur árum voru það aðeins um 20% sem vildu ganga út.

Mr. Paragone, sem kallaður hefur verið „Nigel Farage Ítalíu,” segir að fall ESB sé óhjákvæmilegt og að Ítalía verði að hraða sér út áður en það verður um seinan: „Þegar við sjáum að húsið er að hrynja, þá bíðum við ekki eftir því að fá þakið í hausinn.” 


Hann hitti Nigel Farage nýlega og ræddu þeir m.a. Brexit: 

„Nigel Farage er sannur breskur föðurlandsvinur, sá mæti sem rak burtu tæknikratana frá Brussel. Við ræddum stöðu mála nú og í nánustu framtíð fyrir fullvalda ríki sem er betur í stakk búið eftir brexit að gefa meðborgurunum raunveruleg svör mitt í efnahagsþrengingum Covid faraldursins. Þetta er leiðin áfram, við látum ekki fjárkúga okkur lengur af skattaparadísum sem fótumtroða stolt ítalíu. Þess vegna klukka 10.00 þann 23. júlí mun ég opinberlega stofna flokkinn fyrir Ítalexit og kynna nafn og merki flokksins.”

Nigel Farage fagnar stofnun nýja ítalska flokksins

Ísland hafði þýðingu fyrir Brexit og einnig fyrir þau lönd sem vilja fara úr ESB

Express segir frá því, að Ísland hafði mikla þýðingu fyrir Brexit en eftir fjármálahrunið 2008 var ráðamönnum Íslands sagt að landið væri dæmt til eilífrar glötunar ef það gengi ekki með í ESB. Slíkar hrakspár reyndust rangar og með eigin gjaldmiðil náði Ísland skjótt efnahagslegum bata. Í skýrslu The Telegraph 2016 segir að „Bretum var spáð hrakförum færu þeir úr ESB en Ísland sagt eiga engan lífskost fyrir utan ESB.”

Vitnað er til orða fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins en hann tjáði blaðinu að aðildarviðræður Íslands væru undir álagi hræðslu um afkomu landsins og tónninn hefði verið sá að

 „án aðildar væri Ísland glatað. Það voru aldrei neinar umræður um markmið eða eðli Evrópusambandsins eða hvort það hentaði Íslendingum eða þeir vildu verða hluti af því. Aðildarumsóknin var einfaldlega kynnt sem efnahagslega nauðsyn og sagt að um leið og við hefðum sótt um aðild fengjum við alþjóðlegt lánstraust til baka og evran leysti síðan öll okkar vandamál.” Hræðsluáróðurinn sýndi sig því vera rangur bæði á Íslandi og í Bretlandi.

Í hræðslufárinu snéru ráðamenn Íslands sér í faðm kínverskra kommúnista: Ólafur Ragnar Grímsson fv. forseti Íslands til vinstri og Jóhanna Sigurðardóttir fv. forsætisráðherra Íslands til hægri vingast við kommúnistaleiðtoga Kína Xi Jinping.
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila