Ítölsk reiði gegn ESB – borgarstjórar rífa niður ESB-fánann – ”dauðans hætta” fyrir ESB

Reiði Ítala gegn framkomu ESB við eitt helsta ríki og stofnenda ESB er orðin slík að myndir berast nú frá Ítalíu sem sýna leiðandi stjórnmálamenn rífa niður fána ESB frá opinberum byggingum. Stjórnmálamennirnir styðja almenning og reiði Ítala gegn ESB með því að hala niður og binda fast fána ESB í borgum sínum. Borgarstjóri Cadoneghe, Marco Schiesaro, meðlimur í Lega tók myndir af sér þegar hann ”gaf ESB-fánanum frí”og leiðtogi Lega Matteo Salvini tísti um atburðinn og hvatti landsmenn að endurskoða afstöðu Ítala til ESB.


Salvini sagði að ”ESB hefur sýnt á undanförnum vikum að það stendur þétt með hagsmunum búrókrata, banka og fjármálavalds. Víðs fjarri sársaukahrópum fólksins sem stofnaði sambandið, þeirra á meðal Ítala. Við þurfum að endurskoða ESB og hlutverk Ítalíu í ESB. ESB hefur á engan hátt komið til aðstoðar.”


Á einu myndbandi heyrist borgarstjóri Cadoneghe segja

 ”Eftir mínútu í þögn til að votta þeim virðingu sem COVID-19 hefur drepið, þá dreg ég þrílita fánann í hálfa stöng og bind niður ESB-fánann með tveimur böndum.”


Á öðru myndbandi sést Fabio Rampelli varaforseti Chamber of Deputies taka niður fána ESB og draga upp ítalska fánann í staðinn. Annar stjórnmálamaður Mario Agnelli tók einnig niður ESB-fánann og sagði:

 ”Við drögum hann fyrst aftur á hún, þegar okkur hefur verið sýnt að við séum hluti hins raunverulega Evrópusambands”.


Á sumum stöðum hafa fánar Kína og Rússlands verið dregnir á hún þar sem ESB fáninn var áður til að sýna þakklæti til þeirra sem hafa veitt aðstoð. Fréttaritari BBC greindi frá því að

 ”Í þessarri viku keypti hópur ítalskra borgarstjóra og annarra stjórnmálamanna heilsíðu auglýsingu í Allgemeine Zeitung í Þýzkalandi og áminntu að Þýskaland var aldrei gert skylt að endurgreiða skuldir sínar eftir seinni heimsstyrjöldina”. 

Jacques Delors fyrrum forseti ESB varaði við því að skortur á samstöðu ”skapaði dauðans hættu fyrir Evrópusambandið”.
Sjá nánar hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila