Ítalía: Óbólusettir þurfa að borga fyrir að fá að mæta í vinnuna

Verkalýðsfélögin á móti pólupassanum

Aðskilnaðarstefnan leiðir til þess, að óbólusettir búa alls ekki við sömu kjör og fólk sem er með „passann.“ Líf óbólusettra verður á lakari efnahagslegum kjörum en þeirra bólusettu. Enn eitt kúgunartækið til að þvinga fólk til að taka passann, sem síðar verður sams konar eftirlit með meðborgurunum eins og gildir í kommúnismanum í Kína.

Mörg ítölsk verkalýðsfélög gagnrýna bólupassann og prufur, sem starfsmenn þurfa að taka til að vera hleypt inn á vinnustaðinn. Í reynd er útkoman sú, að óbólusettir þurfa að greiða fé til þess að fara í vinnuna að sögn Francesco Staccioli hjá verkalýðssambandinu USB. Frá þessu greinir sænska sjónvarpið.

Verkalýðssambandið USB hefur haldið miklar mótmælagöngur gegn lokunarreglum á Ítalíu og m.a. mótmæli hafnarverkamanna i Trieste. Samkvæmt reglunum eiga starfsmenn í öllum greinum að sýna s.k. „grænan passa“ eða sönnun fyrir bólusetningu gegn covid eða að vera með neikvætt covid próf ekki eldra en 48 tíma til að fá að vinna. Áður kostaði ekkert að taka covid próf, núna kostar það 15 evrur.

Núna eru einstakir starfsmenn látnir taka ábyrgðina á smitlausum vinnustað

Það þýðir að óbólusettir verða að borga fyrir að fá að vinna segir Francesco Staccioli formaður verkalýðssambandsins USB, sem segir að slík tilhögun brjóti í bága við lög 81/2001 sem skyldi atvinnurekendur að bera ábyrgð á tryggum vinnustað:

„Á Ítalíu er frjálst að bólusetja sig en reglurnar þýða, að sá sem ekki vill láta bólusetja sig þarf að borga fyrir að taka próf. Þetta fólk þarf því að greiða fé til að komast í vinnuna.“

Ítalía hefur lokað samfélaginu þrisvar sinnum síðan covid-19 faraldurinn hófst. Staccioli telur það hafa mótað nýju reglurnar: „Efnahagslíf Ítalíu og fyrirtækin urðu fyrir miklu áfalli af völdum veirunnar. Núna þurfa fyrirtækin ekki lengur að bera ábyrgð á öruggum vinnustað, búið er að flytja þá ábyrgð yfir á hinn einstaka starfsmann.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila