Menningarhefðir gætu útskýrt mikla útbreiðslu Kórónaveirunnar á Ítalíu

Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari og stjórnsýslufræðing

Ítalir eru kærleiksrík þjóð, faðma mikið hvorn annan og stórfjölskyldan býr þétt saman, oft í sömu húsunum, sem gæti mögulega skýrt að einhverju leyti mikla útbreiðslu Kórónuveirunnar á Ítalíu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar óperusöngvara og stjórnsýslufræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn bendir á að í Suður Evrópu sé náin snerting manna mun meiri og sé inngróin inn í menninguna

en þetta er til dæmis ekki svona í Þýskalandi, þar er meiri hefð að hafa ákveðna fjarlægð milli einstaklinga, þannig að menningarhefðir gætu spilað þarna inn í, ásamt mörgu öðru að sjálfsögðu, en ástandið á Ítalíu núna er alveg óskaplega sorglegt ekki síst fyrir okkur sem þykir afar vænt um þetta land„,segir Guðbjörn.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila