Ítalski „græni passinn“ kveikir reiði og mótmæli – óbólusettum eldri en 12 ára meinaður aðgangur að veitingahúsum, íþróttavöllum, söfnum, sundlaugum leikhúsum m.fl.

Mikil reiði hefur gripið um sig meðal Ítala vegna aðskilnaðarstefnu yfirvalda með ítalska „græna passanum.“ Eru mikil mótmæli boðuð á morgun á 50 stöðum á Ítalíu. (Skjáskot Vanguard)

Þúsundir Ítala þyrptust út á götur Turinborgar í norður Ítalíu fimmtudagskvöld til að mótmæla takmörkunum yfirvalda á frelsi óbólusettra með „grænu pössunum.“ Mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu sagði á blaðamannafundi á fimmtudag, að landið þyrfti að bregðast við og bæla niður aðra bylgju COVID-19 samtímis sem Delta-afbrigðið breiðist út um alla Evrópu.

Græni passinn, sem er stafrænt vottorð með sönnun fyrir ónæmisaðgerðum/bólusetningum, verður nauðsynlegur fyrir alla eldri en 12 ára til að komast inn á íþróttavelli, söfn, leikhús, kvikmyndahús, sýningarstöðvar, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Passinn er framlenging á stafrænu Covid-vottorði ESB og einnig þarf að framvísa passanum til að komast inn á veitingastaði.

Uppfærða ítalska útgáfan af bólusetningabréfinu tekur gildi þann 5. ágúst og hefur vakið mikla reiði meðal Ítala. Tilkynning yfirvalda um frelsisskerðinguna kveikti mikil mótmæli í Tórínó.

„Um leið og ítalska ríkisstjórnin kynnti „heilsuvegabréfið“ fór fólk út á göturnar til að mótmæla. Myndirnar hér að neðan eru frá Tórínó í augnablikinu. Tilfinningin á götunum er reiði yfir ákvörðun stjórnvalda“ segir Twitter notandi á tístinu hér að neðan.

Ítalir eru eins og Frakkar öskuillir yfir viðbótar frelsishöftum yfirvalda.

Víðast hvar hefur afléttingu yfirvalda á höftum vegna Covid verið fagnað. En nýja Delta-afbrigðið hefur verið stjórnmálamönnum ákjósanleg afsökun til að koma á enn strangari eftirliti með grænu pössunum.

Fyrirhuguð eru mótmæli gegn frelsisskerðingunni og aðskilnaðarstefnu yfirvalda á um 50 stöðum í Ítalíu á morgun laugardag frá Róm til Aosta og frá Ragusa til Trieste.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila