Íþróttakonur hætta íþróttum til að mótmæla transkonum

Í Bretlandi tilkynna íþróttasamtök atvinnukvenna, að konur í landinu séu að hætta í íþróttum, vegna þess að þær neyðast til að keppa við karlmenn sem telja sig „transkonur“. (Mynd: Australian Paralympic Committee CC 3.0).

Miðlungs sundmaður varð skyndilega einn af þeim bestu, þegar hann skipti um kyn og keppti við konur

Mál karlmanna sem skipta um kyn og keppa við konur, blossuðu nýlega upp í máli William Thomas eða Lia Thomas eins og hann kallar sig núna. Miðlungs sundmaður sem varð skyndilega einn af þeim bestu, þegar hann sagðist hafa skipt um kyn og byrjaði að keppa við konur.

Hópurinn Sanngjörn keppni fyrir konur „Fair Play for Women FPFW“ í Bretlandi, sem berst fyrir því að koma í veg fyrir að kvenkyns íþróttamenn þurfi að keppa á móti körlum sem skilgreina sig sem konur, segir að samkeppni frá trönsum neyði margar íþróttakonur til að hætta alfarið í íþróttum.

Að sögn hópsins, er þátttaka transkvenna í kvennaíþróttum farin að hafa áhrif á áhugafólk og tómstundaíþróttirnar.

Margar konur hafa hætt í íþróttum

Fiona McAnena, yfirmaður íþróttakeppna hjá FPFW, sem hefur beitt sér fyrir því að halda kvennaíþróttum eins og þær hafa áður verið, segir að málið sé farið að hafa áhrif á kvennaíþróttir víða um Bretland og því miður neyðir það sumar konur til að hætta alveg þátttöku í íþróttum.

Fiona McAnena segir:

„Það er viðkvæmt sérstaklega fyrir unglingsstúlkur, ef þær vita að það er transmaður á klúbbnum þeirra, þá er það nóg til þess að þær fara ekki af ótta við að þurfa að rekast á viðkomandi í búningsklefanum eða á klósettinu.“

Margar íþróttakonur vitna um örvæntingu, þegar þær standa frammi fyrir því að keppa við líffræðilega karlmenn í erfiðum íþróttum og einnig hafa sumir aðstandendur áhyggjur af öryggi barna sinna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila