134 fyrirtæki komin með jafnlaunavottun

Fyrir áramótin höfðu 134 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun. Hjá þessum aðilum starfa sextíu þúsund starfsmenn. Fram kemur í upplýsingum Hagstofunnar að hér á landi starfi að jafnaði um tvö hundruð þúsund einstaklingar á hverjum tíma.

Við setningu laga um jafnlaunavottun var gert ráð fyrir að lögin myndu ná til um 1200 fyrirtækja eða um 147.000 starfsmanna, en það jafngildir 80% launafólks. Þetta þýðir að jafnlaunavottun nær nú til 40% þeirra fyrirtækja sem gert hafði verið ráð fyrir inni í útreikningum.

Hlutfallið er undir þeim væntingum og áætlunum sem gerðar hafa verið en um áramót hafði verið gert ráð fyrir að 269 fyrirtæki yrðu komin með jafnlaunavottun. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila