Jákvæð reynsla af einkarekinni heilbrigðisþjónustu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Sú reynsla sem fengist hefur af einkarekinni heilbrigðisþjónustu hefur verið jákvæð hingað til og hefur gengið vel. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðlaugur segir að sem dæmi um vel heppnaða einkarekna heilbrigðisþjónustu megi nefna einkareknar heilsugæslustöðvar. Hann hafi sjálfur góða reynslu af einkarekinni heilsugæslustöð í hans hverfi og þar sem hann hafi fengið miklu betri þjónustu en áður.

Hann segir að þetta megi nýta til dæmis til að taka á fráflæðisvanda en það sé þó ekki aðal atriðið

það á ekki að einblína á rekstrarformið sem slíkt heldur þjónustuna sem veitt er og kappkosta að hún sé góð„.

Hann segir að ákvörðun heilbrigðisráðherra að semja við aðila utan Landspítalans til þess að leysa þann vanda sem kominn var upp í síðustu bylgju faraldursins hafi verið skynsamleg.

Þá sé mikilvægt að farið sé yfir hvernig fjármunir sem settir séu í heilbrigðismál séu að nýtast og hvort meira fáist fyrir þá fjármuni sem settir séu aukalega hverju sinni inn í reksturinn.

skoða til dæmis hvort við séum að fá inn fleiri aðgerðir og svo framvegis“ segir Guðlaugur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila