Full ástæða til að endurskoða veru Íslands í EES

Ögmundur fyrrverandi innanríkisráðherra

Það er full ástæða til þess að endurskoða þátttöku Íslands í EES samstarfinu ef samstarfið er farið að gera þjóðinni erfitt fyrir að hafa full yfirráð yfir auðlindum sínum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ögmundar Jónassonar fyrrverandi innanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ögmundur sem ræddi meðal annars áhrif erlendra auðmanna á Íslandi og jarðakaup þeirra segir að nauðsynlegt sé að fara vel yfir það regluverk sem gildir og taka ákvarðanir út frá niðurstöðu slíkrar athugunar

það væri hægt að fara yfir öll þau lög sem snerta þessi mál og sjá hvað hægt er að gera til þess að gera ákveðnar takmarkanir okkur til varnar, ef það er nú svo að Evrópuréttur hafi þau áhrif að þau geri okkur erfitt fyrir að hafa yfirráð yfir auðlindum okkar þá ber að endurskoða þau tengsl sem við höfum við Evrópusambandið og jafnvel EES sem allir hamast við að mæra„,segir Ögmundur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila