Öflugur skjálfti á Norðurlandi – Óvissustigi lýst yfir

Nokkuð öflugur jarðskjálfti reið yfir á Norðurlandi rétt upp úr klukkan þrjú í dag. Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi. Innanstokksmunir nokkrum stöðum hafa færst úr stað, og í einhverjum tilfellum skemmst. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var skjálftinn af stærðinni 5,3 og á hann upptök sín norðvestur af Gjögurtá. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfar stóra skjálftans, þar af voru 12 skjálftar sem mældust yfir 3,0 að stærð.

Uppfært kl.19:45:

Annar skjálfti reið yfir rétt í þessu en samkvæmt upplýsingum er hann stærri en sá skjálfti sem varð fyrr í dag. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna skjálftanna.

Undanfarna daga hefur gengið yfir jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu og því voru menn viðbúnir stórum skjálftum, og ekki er útilokað að stærri skjálftar geti komið í kjölfarið, og því eru Almannavarnir í viðbragðsstöðu.  Hægt er að fylgjast með jarðskjálftum á vef Veðurstofunnar með því að smella hér. Hægt er að kynna sér rétt viðbrögð við jarðskjálftum á vef Almannavarna með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila