Jarðskjálfti að stærð 5,6 í Krísuvík – Fannst vel í Reykjavík

Upptök skjálftans eru í Krísuvík

Jarðskjálfti af stærðinni 5,5 skók suðvesturhornið nú fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar voru upptök skjálftans í Krísuvík og er einn sá stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum.

Skjálftinn fannst víða, meðal annars fannst skjálftinn vel á höfuðborgarsvæðinu og þá hafa borist af því fréttir að hann hafi fundist allt frá Stokkseyri upp á Akranes.

Eins og fyrr segir var skjálftinn um 5,5 að stærð en um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður jarðskjálftamæla Veðurstofu en verið er að fara yfir þau gögn sem liggja fyrir um skjálftann. Þá hefur samhæfingarstöð Almannavarna verið virkjuð vegna skjálftans.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila