Meðlimir Sea Shepherd eru uppreisnargjörn börn ríkra foreldra

Jens Guð bloggari

Þeir sem starfa fyrir Sea Shepherd eiga það sameiginleg að vera flestir uppreisnargjörn börn ríkra foreldra og hafa ekki unnið venjulega vinnu áður en þeir gengu til liðs við samtökin. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens Guð bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Seinheppnir óskipulagðir klaufar


Jens segir að eitthvað vanti upp á skipulag samtakanna, það megi sjá til dæmis á Íslandsför þeirra núna “ það má segja að þetta sé sneypuför því það verða engir hvalir veiddir í sumar„,segir Jens.

Hann segir þetta ekki vera í fyrsta sinn sem seinheppni elti samökin og minnir á að í Færeyjum hafi þeir lent í miklum vandræðum, og að auki hafa sært hvali með aðgerðum sínum þar

þeir fóru á bátum í hvalavöðurnar og hvalirnir særðust út af skrúfunum á bátunum og þeir virtust bara ekkert átta sig á því, að minnsta kosti ekki strax„,segir Jens. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.  

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila