Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata kærður fyrir „æsingu gegn þjóðflokki“

Flokksleiðtogi Svíþjóðardemókrata, Jimmie Åkesson, hefur verið kærður til lögreglu fyrir múgæsingu gegn þjóðflokki. Í opinberri ræðu í síðustu viku sagði hann, að „milljarði eftir milljarði (sænskra króna) er eytt í fullorðna Afgana án ástæðu til hælisvistar.“

Samkvæmt kærunni er Åkesson sagður benda á eina þjóð sem sökudólginn fyrir vanbúnaði í félagsmálum, sem jafnframt væri sek um að hafa ekki lagt fram neitt jákvætt til samfélagsuppbyggingarinnar í Svíþjóð, segir sænska ríkisútvarpið.

Í ræðunni, sem var send út 6. júlí á SVT Play, sagði Åkesson að hundruð þúsunda sænskra ellilífeyrisþega hefðu of lágan lífeyri samtímis sem verið væri að eyða „milljarði eftir milljarði í fullorðna Afgani án ástæðu til hælisvistar“.

Åkesson lýsti því einnig yfir, að þessir hælisleitendur fengju mikið án þess að hafa sjálfir lagt mikið af mörkum.

Aðgerðasinnar fyrir hælisleitendur að baki kærunni

Í fréttatilkynningu kemur fram, að Karin Fridell Anter, formaður „Burðarstoðarinnar“ og Ingrid Eckerman, stofnandi netsins „Stöðvum brottvísanirnar til Afganistans“ sem standa á bak við ákæruna. „Burðarstoðin“ safnar peningum og vinnur aðallega með börnum og unglingum frá Afghanistan. „Stöðvum brottvísanirnar til Afganistans“ vill stöðva brottvísun allra Afgana frá Svíþjóð, einnig dæmdra glæpamanna.

Ingrid Eckerman segir í fréttatilkynningunni að „auk þess að stunda múgæsingu gagnvart þjóðernishópum, þá opinberar Åkesson, að hann hefur lélega þekkingu og er lélegur í reikningi.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila