Jimmie Åkesson nýtur næst mest trausts af stjórnmálaleiðtogum í Svíþjóð

Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata nýtur næst mest trausts Svía á eftir Ulf Kristersson sem hefur 43%. Stefan Löfven forsætisráðherra dalar niður í þriðja sæti.

Í nýrri skoðanakönnun Aftonbladet/Demoskop kemur í ljós að Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata nýtur nú meira trausts hjá sænskum kjósendum en sjálfur forsætisráðherrann Stefan Löfven formaður sósíaldemókrata. Jimmie var áður þétt á hæla Löfvens en hefur nú tveggja prósenta forskot yfir Stefan Löfven með 34% á meðan traustið á forsætisráðherrannum hefur farið niður í 32%. Ókrýndur sigurvegari sem nýtur langmests traust hjá kjósendum er Ulf Kristersson með 43% trausts.

Nyamko Sabuni formaður Alþýðuflokksins (Folkpartiet) hefur hrapað niður í 10% trausts en miklar deilur hafa verið í þeim flokki vegna afstöðunnar til Svíþjóðardemókrata. Lína Sabuni um að styðja ríkisstjórn með stuðningi Svíþjóðardemókrata varð ofan á en margir flokksmenn hafa lýst yfir óánægju sinni. Folkpartiet hefur fallið undir 4% mörkin sem þarf að ná til að vara gjaldtækur á þingi.

1 134 manns tóku þátt í könnuninni sem framkvæmd var á netinu dagana 25.-30. mars 2021.

  1. Ulf Kristersson (Móderatarnir): 43 % (+/-0)
  2. Jimmie Åkesson (Svíþjóðardemókratar): 36 % (+1)
  3. Stefan Löfven (Sósíaldemókratar): 34 % (-1)
  4. Ebba Busch (Kristdemókratar): 32 % (-3)
  5. Annie Lööf (Miðflokkurinn): 28 % (+5)
  6. Nooshi Dadgostar (Vinstriflokkurinn): 22 % (+1)
  7. Per Bolund (Umhverfisflokkurinn): 18 % (-2)
  8. Märta Stenevi (Umhverfisflokkurinn): 12 % (+4)
  9. Nyamko Sabuni (Alþýðuflokkurinn): 10 % (+/-0)
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila