„Joe Biden ekki löglega kjörinn“ segir í ályktun repúblikana í Texas

Repúblikanaflokkurinn „Grand Old Party“ GOP í Texas fylki hefur samþykkt ályktun, þar sem því er haldið fram að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi „ekki verið löglega kjörinn“ og að „víðtæk kosningasvik“ hafi haft áhrif á forsetakosningarnar á „mikilvægum stórborgarsvæðum“ í þágu Biden.

Hafna niðurstöðu foresetakosninganna 2020

Samkvæmt Texas Tribune var ályktunin samþykkt á laugardag á þingi repúblikana í Houston, Texas. Meira en 5.000 repúblikanar sóttu þingið. Í ályktuninni segir:

„Við teljum að kosningarnar 2020 hafi brotið gegn 1. og 2. grein stjórnarskrá Bandaríkjanna, að ýmsir ríkisráðherrar hafi sniðgengið löggjafarþing sín með ólögmætum hætti, þegar þeir stóðu fyrir kosningum á margvíslegan hátt, þar á meðal að leyfa að kjörseðlar bárust eftir 3. nóvember 2020.“

Repúblikanar í Texas skrifa einnig, að þeir „trúi því að útbreidd kosningasvik á stórum stórborgarsvæðum hafi haft veruleg áhrif á niðurstöður fimm ríkja í þágu Joseph Robinette Biden Jr.“

„Við höfnum staðfestum niðurstöðum forsetakosninganna 2020 og við teljum, að varaforseti Joseph Robinette Biden Jr. hafi ekki hlotið löglega kosningu íbúa Bandaríkjanna.“

Kvikmyndin „2000 Burðardýr“ hefur áhrif

Ályktunin var samþykkt eftir að þátttakendur höfðu séð heimildarmyndina „2.000 Burðardýr“ sem kvikmyndagerðarmaðurinn Dinesh D’Souza gerði um kosningasvindlið í Bandaríkjunum eins og Útvarp Saga hefur áður greint frá.

Í kvikmyndinnni er sagt frá útbreiddri, ólöglegri póstatkvæðagreiðslu í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020. Samtökin „True the Vote“ tóku saman gögn úr farsímum, sem sýndu að hópur fólks lagði kjörseðla í pósthólf utandyra oftar en 20 sinnum á mann að meðaltali. Heimildarmyndin byggir einnig á öðrum sönnunargögnum, svo sem eftirlitsmyndavélum og frásögnum uppljóstrara.

Nýleg könnun Rasmussen Reports sýnir að 77 % bandarískra kjósenda, sem hafa séð heimildarmyndina, segja að myndin hafi styrkt trú sína á því, að um kerfisbundin og víðtæk kosningasvik hafi verið að ræða í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020. Aðeins 19 % kjósenda sem sáu myndinni sögðu, að afstaða þeirra til kosningasvindls hefði veikst. 1.000 manns tóku þátt í könnuninni sem gerð var í byrjun júní.

Í bréfi til Nessel, ríkissaksóknara Michigan, s.l. miðvikudag, krefjast 17 þingmenn repúblikana þess að hún rannsaki þær ásakanir um kosningasvik sem koma fram í „2.000 Burðardýrum.“

Fógetaskrifstofa Yuma-sýslu og kjörskrifstofa Yuma-sýslu í Arizona-ríki rannsaka nú nokkur mál, þar sem grunur leikur á svindli í forsetakosningunum 2020 og vegna miðkjörfundarkosningannar 2022.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila