Joe Biden pantar 600 nýjar kjarnorkueldflaugar sem ná bæði til Rússlands og Kína

Ein af öllum færibandatilskipunum Joe Biden í upphafi forsetaferilsins var pöntun á 600 nýjum kjarnorkueldflaugum

Bandaríkjastjórn Joe Biden hefur lagt inn pöntun að andvirði tólfbilljónáttahundruðtuttuguogfjögurra milljarða íslenskra króna eða 12.824.400.000.000,00 kr á framleiðslu 600 nýrra kjarnorkueldflauga sem geta farið 10 þúsund kílómetra vegalengd. Það þýðir að eldflaugarnar ná bæði til Rússlands og Kína. Kraftur kjarnorkusprengjanna er tuttugu sinnum meiri en þeirrar sprengju sem varpað var á Hirosíma í seinni heimsstyrjöldinni. Ein eldflaug getur hæglega þurrkað út heilu borgirnar. Extra Bladet segir frá málinu.

Vopnaframleiðandinn Northrop Grumman getur nuggað hendurnar yfir þessari ofurpöntun sem færir fyrirtækinu gríðarlegt fé beint úr skatthirslum ríkissjóðs. Samkvæmt Bulletin of the Atomioc Scientists „getur ein eldflaug drepið hundruði þúsundum manna í einu skoti.“ Verða flaugarnar afhentar fram að árinu 2029 þegar allar eiga vera komnar í notkun.

Hægt að byggja borg á plánetunni Mars fyrir peninginn

Til að átta sig á fjárhæðunum væri hægt að greiða 1,24 miljónum kennurum laun í heilt ár, veita 2,84 milljónum nemendum styrki til fjögurra ára háskólanáms eða kosta sjúkrahúslegu 3,3 milljóna covid-19 sjúklinga. Peningarnir dygðu til að byggja risavegg kringum New York borg til að verjast hækkun sjávar. Með fjármagningu væri hægt að byggja sjálfbæra borg á plánetunni Mars ef marka má útreikninga Elon Musk og SpaceX verkefnis hans.

Bandaríkin eru stærsta kjarnorkuveldi heims og hafa yfir að ráða um 5 800 kjarnorkusprengjum og eru 3 800 þeirra í virkri stöðu að sögn Center for Arms Control og Non-Proliferation.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila