Joe Biden sór eið sem 46. forseti Bandaríkjanna í „hersetinni“ Washingtonborg

Forsetahjónin Joe Biden nýkjörinn Bandaríkjaforseti og Jill Biden forsetafrú á tröppum Hvíta Hússins eftir formlega innsetningarathöfn Bidens í forsetaembættið.

Joe Biden 78 ára gamall sór eið sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag á tröppum þinghússins. John Roberts forseti Hæstaréttar las upp eiðstafinn en áður hafði varaforsetinn Kamala Harris svarið eið að stjórnarskrá Bandaríkjanna. Kringumstæðurnar við þessa innsetningu forseta og varaforseta voru einstæðar, forsetinn hélt innsetningarræðuna fyrir nánast tómu svæði vegna gríðarlegra öryggisráðstafana í kjölfar árásarinnar á þinghúsið fyrir tveimur vikum síðan. Í stað fólksfjöldans sem venjulega kemur til að fylgjast með viðburðinum hafði þúsundum Bandaríkjafánum verið komið fyrir á útisvæðinu. Donald Trump fráfarandi forseti mætti ekki á staðinn en Mike Pence fráfarandi varaforseti var viðstaddur ásamt fyrrum forsetum Barack Obama, George Bush og Bill Clinton.

Í innsetningarræðu sinni sagði Biden m.a. „Við munum fara fram á hraða og af mætti, því við höfum mikið að gera þennan vetur með áhættum og þýðingarmiklum möguleikum, það er mikið að laga, mikið að endurreisa, mikið að lækna, mikið að byggja og mikið að vinna.“

Ræddi m.a. um kerfisbundið kynþáttahatur og drottnun hvítra og hvatti til samstöðu

Biden talaði um veirufaraldurinn, kom inn á kerfisbundinn rasisma, loftslagsvá, innlenda hryðjuverkastarfsemi og drottnunarmátt hvítra. Eftir það kallaði hann á samstöðu „Af allri sál vil ég færa Bandaríkin saman, sameina fólk okkar, sameina þjóðina og ég bið alla Bandaríkjamenn að vera með mér í þessu verkefni. Sameinast til að berjast við þá óvini sem við horfumst í augu við: reiði, biturleika og hatur, öfgastefnu, lögleysu, ofbeldi, sjúkdóma, atvinnuleysi og uppgjöf. Sameinuð getum við áorkað miklum málum, mikilvægum málum.“

Bílalest Bandaríkjaforseta á leið til Hvíta Hússins í skjóli skjaldborgar Bandaríkjahers.

Fyrir innsetningarathöfnina hafði teymi Bidens undirbúið fjölmargar forsetaskipanir fyrir nýja forsetann sem Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði undir fljótlega eftir athöfnina. Joe Biden hlaut ótrúlegan fjölda atkvæða, 81 milljónir, en innsetningarræðan á YouTube naut lítillar lýðhylli. Einungis 322 þúsund horfðu á myndband Hvíta Hússins og var lokað á athugasemdir. Einungis 3.600 sýndu þumalinn upp en 14 þúsund létu þumalinn niður.

Vel tekið á móti Donald Trump í Flórída

Fyrir innsetningarathöfnina flaug fráfarandi forseti Donald Trump til síns heima í Flórída, þar sem fólk safnaðist saman og bauð hann velkominn.

Antifa brennir bandaríska fánann í mörgum borgum

Fyrir innsetningarathöfnina var látið í lofti liggja að búast mætti við vopnaðri árás og þá ekki bara í Washington heldur einnig í 50 höfuðborgum fylkja Bandaríkjanna. Andstæðingar Trump hafa breitt út glórulausar sögur um að Trump myndi gera tilraun til vopnaðrar árásar á Bandaríkin og reyna að taka völdin. Ekkert bólaði á slíku en hins vegar sást til hryðjuverkasveita Antifa í mörgum borgum eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

„Við viljum ekki Biden – við viljum hefnd!“

Trump hefur varað bláeygða Demókrata við því að þeir skilji ekki hvað þeir eru að gera, þegar þeir beina blinda auganu að ofbeldi vinstri öfgahópa. Hér er mynd af mótmælum Antifa í Oregon en þar var ráðist á skrifstofur Demókrata eftir innsetningu Biden í embætti forseta.

Frá Seattle

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila