Joe Biden vill fá Assange framseldan til Bandaríkjanna

Ný ríkisstjórn Bandaríkjanna sækist hart eftir að fá Assange til Bandaríkjanna svo hægt verði að dæma hann þar

Ríkisstjórn Joe Biden kærði úrskurð breska dómstólsins um að framselja ekki stofanda Wikileaks Julian Assange til Bandaríkjanna. Dómurinn í janúar grundvallaðist m.a. á slæmri heilsu Assange og sjálfsmorðshættu. Margir stuðningsmenn Assange vonuðust til að Donald Trump friðlýsti Assange frá frekari ákærum Bandaríkjanna en með nýrri ríkisstjórn Joe Biden er augljóst að enginn áhugi er á að leyfa Assange að ganga frjálsum. Biden vill draga Assange fyrir bandaríska dómstóla hvað sem setur.

Biðja Biden um að hætta frekari málaferlum

Amnesty International ásamt mörgum málfrelsis- og mannréttindarhópum sendu Bandaríkjaforseta bréf og báðu hann um að hætta við frekari málaferli til að færa Assange fyrir bandarískan dómstól en Assange á þar yfir höfði sér 175 ára fangelsi. Í bréfinu skrifa samtökin m.a.

„Ákæran gegn Julian Assange ógnar málfrelsinu þar sem mikið af því sem lýst er í ákærunni lýsir daglegum vinnubrögðum blaðamanna. Samtímis og mismunandi samtök okkar hafa mismunandi skoðanir á Assange og samtökum hans, þá eru við öll sammála um, að ákæran gegn honum sé gróf ógn við fjölmiðlafrelsið bæði í Bandaríkjunum og erlendis.”

„Við virðum að ríkisstjórnin hefur löglegra hagsmuna að gæta varðandi grundvallar öryggismál þjóðarinnar en aðfarirnar að Julian Assange setja fjölmiðlamennsku í uppnám sem er afgerandi hætta fyrir lýðræðið.

Undir bréfið skrifa eftirfarandi samtök og stofnanir:

Access Now American Civil Liberties Union, Amnesty International USA, Center for Constitutional Rights Committee to Protect Journalists, Defending Rights and Dissent, Demand Progress, Electronic Frontier Foundation Fight for the Future, First Amendment Coalition, Free Press ,Freedom of the Press Foundation, Human Rights Watch, Index on Censorship, Knight First Amendment Institute at Columbia University, National Coalition Against Censorship, Open The Government Partnership for Civil Justice Fund, PEN, America Project on Government Oversight, Reporters Without Borders, Roots Action, The Press Freedom Defense Fund of First Look Institute, Whistleblower & Source Protection Program (WHISPeR) at ExposeFacts.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila