Joe Rogan: Trudeau er „viðbjóðslegur einræðisherra“

Podcast þáttastjórnandinn Joe Rogan kallar Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, „viðbjóðslegan fokking einræðisherra“. Það er vegna meðhöndlunar Trudeau á vörubílstjórum, sem mótmæltu Covid-takmörkunum og bólusetningarpassa í byrjun árs.

„Ég hélt aldrei að Trudeau væri svona ógeðslegur einræðisherra“

Joe Rogan segir í samtali við líbanska-kanadíska prófessorinn Gad Saad, að hann hafi áður verið hrifinn af Kanada,. Hann telur, að sumt hafi verið betra þar en í Bandaríkjunum.

En svo gerðist eitthvað. Framkoma Justin Trudeau forsætisráðherra gagnvart fólkinu, sem mótmælti bólusetningum í höfuðborginni Ottawa fyrr á þessu ári.

Trudeau leit á vörubílstjórana sem ógn við samfélagið. En það var hreinræktuð svartmálun fullyrðir Joe Rogan. Hann segir í nýjum poddþætti:

„Glæpatíðnin var lág. Fólk var vingjarnlegra, kerfið virtist gott. Þið hafið aðgengilegra menntakerfi fyrir fólk.

En svo hafið þið viðbjóðslegan djö… einræðisherra sem forsætisráðherra. Því það er það sem hann er. Hvernig hann hagar sér, hvernig hann hagaði sér á meðan á þessu stóð (frelsislestin). Hræsnin sem hann tjáði – hræddi mig. Ég hélt aldrei, að hann væri svona.“

Þegar Justin Trudeau varð fyrst forsætisráðherra, leit Joe Rogan á hann sem skynsaman mann. En hegðun Trudeau gagnvart friðsömum mótmælendum í Ottawa breytti öllu.

„Mér fannst hann prýðilegur drengur með góðan orðaforða. Hann virtist skemmtilegur. Áður en hann varð virkilega „rétttrúaður“ upplifði ég hann sem góðlátan, viðkvæman mann. Ég hugsaði, að líklega væri það gott hugarfar hjá stjórnmálaleiðtoga. En hvernig hann stimplaði vörubílstjórana sem „rasista“ að ástæðulausu. Þetta var fólk sem mótmælti bóluefnaþvingunum en hann ákvað, að þeir væru kvenhatarar og rasistar.

Hann setti niðrandi stimpil á mótmælendur algjörlega án nokkurra sannana eða ögrunar. Hann hélt að með því að svartmála þá með þessum hætti, þá gæti hann notað lög, sem myndu stöðva það sem voru í rauninni friðsamleg mótmæli.

Heyra má Joe Rogan á myndbandinu hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila