John Kerry ýtir mannréttindum til hliðar vegna „samstarfs við Kína í loftslagsmálum“

Bandaríkjastjórn notar loftslagsmálin sem afsökun til að víkja frá venjulegum mannréttindkröfum í umgengni við Kommúnistaflokk Kína. John Kerry, sérstakur loftslagsmálasendiboði Bandaríkjastjórnar, notar eyrað frekar til að hlusta á kommúnista í Kína en mannréttindasamtök og venjulegt fólk á Vesturlöndum.

Sérstakur loftslagsfulltrúi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, er reiðubúinn að ýta „mannréttindaágreiningi“ til hliðar til að halda áfram samstarfi við Kína um loftslagsbreytingar.

Í viðtali Daily Caller við John Kerry um markmið Joe Biden forseta í loftslagsmálum og hvernig Kerry hyggst stuðla að alþjóðlegu samstarfi og þá sérstaklega við Kína sagði John Kerry:

„Bandaríkin hafa ekki hag af því að vera án Kína sem samstarfsaðila í loftslagsmálum. Svo við erum bara með kaldrænt mat á hlutunum. Okkur greinir á um efnahagsreglur og netið. Við erum einnig ósammála í mannréttindamálum … en sá munur þarf ekki að hindra jafn mikilvægt verkefni og að takast á við loftslagið. “

Segir kommúnista semja í „góðri trú“ og því engin vandamál að ná samstöðu

Kína hefur verið sakað af Bandaríkjunum ásamt öðrum löndum um að fremja þjóðarmorð á múslímskum Úígúrum. Hundruð þúsunda Úígúra hafa verið settir í „endurmenntunarbúðir“ þar sem fjöldinn allur af mannréttindabrotum hefur átt sér stað. Sem dæmi um mannréttindabrot má nefna þrælkunarvinnu, nauðganir, kynferðislegt ofbeldi, þvingaðar fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.

Kerry sagði, að Kína væri þegar að semja „í góðri trú“ og að þrátt fyrir erfiðar viðræður í upphafi hafi „tekist að finna grundvöll og aðferðir til að sameinast og halda áfram.“

„Minn skilningur er, að Kínverjar vita að það er ávinningur okkar beggja að leysa loftslagskreppuna, – annars mun það hafa mikil áhrif á meðborgarana ef okkur mistekst að leysa vandann.“

Lýsti því yfir ár 2009 að „ísarnir á pólum jarðar væru horfnir eftir 5 ár“

Kerry sagði, að það væri ekki vandamálið að sannfæra bandarísku þjóðina um að eitthvað þyrfti að gera í loftslagsmálum, heldur frekar að hvetja „pólitískan vilja“ á Bandaríkjaþingi til að eitthvað verði raunverulega gert. Taldi hann Biden vera fylgjandi áætlun sem kallar á þróaðar þjóðir heims að axla mikla ábyrgð.

Vert er að minna á, að árið 2009 lýsti John Kerry því yfir, að „ís á pólum jarðar myndi hverfa á næstu 5 árum.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila