Jón Baldvin leiðréttir forseta Íslands í bréfi til forseta Eystrasaltsríkjanna

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra.

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra sendi í morgun bréf til forseta Eystrasaltsríkjanna þar sem hann leiðréttir embætti forseta Íslands sem heldur því fram að Jón hafi hafnað því að þiggja boð um að vera viðstaddur hátíðardagskrá vegna sjálfstæðisyfirlýsingar Íslands við Eystrasaltsríkin.

Í bréfinu segir Jón að þær fullyrðingar um að hann hefði hafnað boðinu, lýst yfir óánægu sinni með heimsóknina og jafnvel mótmælt henni séu eins fjarri sannleikanum og hugsast geti, þvert á móti fagni Jón heimsókninni og vinasambandi þjóðanna.

Þá útskýrir Jón að hann hafi ekki vitað af heimsókninni í tæka tíð þar sem boðsbréf um að vera viðstaddur hefði borist of seint og hefði Jóni auk þess ekki verið boðið að taka þátt í dagskránni.

„Ég vona að ég hafi með þessu bréfi komið í veg fyrir hugsanlegan skaðlegan misskilning
okkar á milli.“ skrifar Jón í lok bréfsins.

Sjáðu bréf Jóns með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila