Josh Hawley krefst alþjóðlegrar rannsóknar á aðgerðum Kommúnistaflokks Kína í upphafi kórónufaraldurs

Josh Hawley þingmaður Repúblikana fyrir Missouri

Josh Hawley þingmaður Repúblikana fyrir Missouri segir að Kommúnistaflokkur Kína þurfi ”að borga fyrir” þöggun á útbreiðslu kórónuveirunnar í upphafi sem kostað hafi þúsundir mannslífa bæði í Kína og annars staðar í heiminum. Vill Hawley að skipuð verði alþjóða rannsóknarnefnd ”til að komast til botns í málinu.” Hawley sagði á Twitter að 

”Það er þörf á fullri, alþjóðalegri rannsókn á aðgerðum Kommúnistaflokks Kína sem leiddu til að kórónaveiran COVID19 varð að faraldri á heimsvísu.”

Í síðustu viku tóku kínvörsk yfirvöld blaðaskilríki af fréttariturum Wall Street Journal, New York Times og Washington Post sem staðsettir voru í Kína og Hong Kong til að koma í veg fyrir frekari skrif um málið í Bandaríkjunum.

Málgagn Kommúnistaflokksins Global Times heldur uppi mikilli áróðursherferð gegn Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn Bandaríkjanna. Er því haldið fram að Donald Trump sé rasisti, Pompeo utanríkisráðherra sé haldinn brjálsemi og fullyrt m.a. að bandaríski herinn hafi plantað kórónaveirunni í Kína eins og útvarp Saga hefur áður greint frá. Sorglega lepja margir fjölmiðlar á Vesturlöndum allt gagnrýnislaust sem frá Kommúnistaflokki Kína kemur.


Hlakkar í skríbentum blaðsins að Trump geti ekki fengið 500 milljónir andlitsgrímur afgreiddar til starfsmanna sjúkrahúsa í Bandaríkjunum, þar sem flest allar slíkar andlitsgrímur séu framleiddar í Kína.
Í viðtali við Tucker Carlson hjá Fox News skýrir Hawley glötun glóbalismans sem núna kemur öllum í koll sjá myndband hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila