Julian Assange ekki látinn laus gegn tryggingu

Julian Assange stofnandi Wikileaks

Julian Assange stofnandi Wikileaks sem setið hefur í fangelsi í Bretlandi síðustu mánuði verður ekki látinn laus gegn tryggingu eftir að neitun þess efnis barst í morgun. Í vikunni úrskurðuðu dómstólar í Bretlandi að Assange yrði ekki framseldur til Bandaríkjanna vegna bágs andlegs heilsufars hans en Assange er talinn í sjálfsvígshættu vegna þeirrar einangrunar sem hann hefur mátt sæta mánuðum saman.

Í kjölfar þess að úrskurðað var í framsalsmálinu freistaði lögmannateymi hans að fá hann leystann úr haldi gegn tryggingu á þeim forsendum að hann ætti unnustu og tvö ung börn sem ekki hefðu fengið að hitta föður sinn um langa hríð en þeirri beiðni var hafnað í morgun. Rök dómara málsins voru á þá leið að ekki væri hægt að treysta á að Assange myndi mæta sjálfviljugur fyrir dóminn á ný þegar áfrýjunarkrafa Bandarískra yfirvalda í framsalsmálinu verði tekin fyrir.

Búist er við að málarekstur vegna framsalsmálsins gæti tekið einhver ár áður en niðurstaða um örlög Julian Assange muni liggja fyrir. Mál stjórnvalda í Bandaríkjunum gegn Assange er byggt á grunni Bandarískrar njósnalöggjafar en samkvæmt þeim ákærum sem gefnar hafa verið út á hendur Assange gæti beðið hans allt að 175 ára fangelsisvist en Banaríkjamenn halda því fram að dómur sem Assange myndi hljóta myndi verða fjögur til átta ár.

Það þarf varla að taka það fram að þeim yfirlýsingum trúir lögmannateymi Assange afar tæplega.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila