Julian Assange verður ekki framseldur til Bandaríkjanna

Julian Assange stofnandi Wikileaks verður ekki framseldur til Bandaríkjanna eins og stjórnvöld þar ytra höfðu óskað eftir. Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóla í framsalsmáli Assange en úrskurður í málinu var kveðinn upp í morgun.

Í niðurstöðunni kemur fram að ekki sé verjandi að framselja Assange vegna slæmrar andlegrar heilsu Assange en hann hefur sætt innilokun í nær tíu ár, fyrst í sendiráði Ekvadors í Bretlandi og síðar í hágæslu öryggisfangelsi.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að niðurstöðunni verði áfrýjað. Lögmenn Assange hafa sagt að hætta sé á að hann verði dæmdur í allt að 175 ára fangelsi verði hann framseldur en hann hefur verið ákærður á grundvelli njósnalöggjafar.

Óhætt er að segja að ákvörðun Bandarískra stjórnvalda um að ákæra Assange á grundvelli njósna hafi fallið í grýttan jarðvel og hafa margir blaðamenn bent á að yrði Assange dæmdur á grundvelli þeirra væri verið að vega alvarlega að frelsi fjölmiðla enda væri Julian Assange blaðamaður sem flettir ofan af spillingu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila