Kærur í kynferðisbrotamálum alltaf teknar strax til rannsóknar – Mikil áhersla lögð á vandaðar rannsóknir

Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu

Þær kærur sem berast lögreglunni eru alltaf teknar strax til rannsóknar enda eru slík mál alltaf tekin mjög alvarlega og til marks um það hafa auknar áherslur á vandaðar rannsóknir þegar kemur að málaflokknum verið í hávegum hafðar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Höllu Berþóru Björnsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Halla Bergþóra segir mjög nauðsynlegt að farið sé ofan í hvert einasta smáatriði í þeim málum sem kærð eru enda skiptir það mjög miklu máli þegar kemur að sönnunarfærslu í kynferðisbrotamálum.

Ekki drusluskömmun að spyrja nauðsynlegra spurninga

Halla segir að sú gagnrýni sem stundum hefur verið sett fram gagnvart lögreglu þegar kemur að þeim spurningum sem kærandi þarf að svara um að verið sé að drusluskamma þolendur sé ekki réttmæt, það sé einfaldlega gert til þess að fá fram sem skýrustu mynd af málsatvikum

þegar spurt er um til dæmis hversu mikið magn viðkomandi hafi drukkið eða hvernig klæðnaður hafi verið skiptir heilmiklu fyrir heildarmyndina og framhald rannsóknarinnar, til dæmis þegar skoða þarf önnur gögn, til dæmis úr eftirlitsmyndavélum“ segir Halla. Séu málin felld niður eftir rannsókn þá séu þær upplýsingar sem aflað hefur verið með rannsóknunum einfaldlega ekki þess eðlis að líklegt sé að sakfellt verði og því beri að fella það niður.

Rétt að málin taki langan tíma en ástæður þessa eru tilkomnar vegna betri rannsókna

Hún segir það vera rétt að málin taki langan tíma í rannsóknarferlinu enda sé eins og fyrr segir vandað mjög til rannsókna og vegna þessa taki málin einfaldlegri lengri tíma. Hún segist hafa fullan skilning á að ferlið sé erfitt fyrir kærendur en það sé hins vegar eðli þessara mála og það sé lítið hægt að gera við því, farið sé með mikilli nærgætni gagnvart kærendum í slíkum málum.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila