Kamala Harris verður varaforsetaefni Joe Bidens í forsetakosningunum í Bandaríkjunum

Joe Biden tilkynnti í gær að varaforsetaefni hans og Demókrataflokksins er öldungardeildarþingkonan Kamala Harris. Nái Biden kjöri sem næsti forseti Bandaríkjanna verður Kamala Harris fyrsta blökkukonan að gegna embætti varaforseta og gæti í framhaldinu átt möguleika á að verða fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna.

Harris sóttist sjálf eftir tilnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi flokksins en vék frá þeirri áætlun í desember. Hún tilkynnti í mars að hún styddi Joe Biden.

Joe Biden tísti: „Það er mér mikill heiður að tilkynna að ég hef valið Kamala Harris, sem er óhrædd baráttukona fyrir lítilmagnann og ein af færustu embættismönnum landsins – sem varaforsetaframbjóðenda minn.“

Á einum blaðamannafundi með Joe Biden 28. júlí tókst ljósmyndara að ná mynd af minnismiða í höndum Biden. Þar var að finna punkta um að Harris væri vel gefin og hefði verið mikil aðstoð í forsetaframboðinu og að Biden beri mikla virðingu til hennar.

Kamala Harris er 55 ára gömul og hefur verið öldungardeildarþingmaður Demókrata síðan 2017 og var dómsmálaráðherra Kalíforníu 2011-2017.

Viðbrögð frá kosningateymi Trump Bandaríkjaforseta komu fljótt eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Má búast við litríkri kosningabaráttu þetta haust í Bandaríkjunum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila