Kanada afléttir öllum covid-takmörkunum – stjórnmálaandstæðingar Trudeau fagna: „Við unnum“

Mikill léttir fyrir íbúa Kanada að búið er að létta á einum lengstu og þyngstu covid-takmörkunum í heimi. Frá og með í dag 1. október færist lífið aftur í venjulegt horf (mynd sksk twitter).

Í dag byrjar Kanada aftur að vera Kanada

Eftir tvö og hálft ár afnemur Kanada allar covid-takmarkanir, þ.á.m. sýnistökum og kröfum um einangrun fólks. Nýju reglurnar tóku gildi í dag 1. október. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, samþykktir að falla frá bóluefniskröfum fyrir fólk sem ferðast til landsins. Pierre Poilievre, sem nýlega var kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada, sagði á twitter fyrir rúmri viku:

„Mig langar að deila frábærum fréttum með ykkur. Við unnum! Justin Trudeau flúði af hólmi. Dögum eftir að ég varð leiðtogi, neyddist hann til að viðurkenna verðbólguna. Og í dag hættir hann við þvingandi bólusetningar og aðrar Covid-takmarkanir, sem við vorum á móti allan tímann.“

„Verkinu er ekki lokið. Enn er fólk sem verður fyrir mismunun vegna lögmætra, persónulegra ákvarðana sinna. Ég mun vinna að því að endurheimta frelsi ykkar. En við skulum taka okkur smá stund og fagna þeim framförum sem verið er að taka. Nú höldum við áfram í átt að sigri. Tökum aftur stjórn á lífi okkar og gerum Kanada að frjálsasta landi jarðar!“

Kanadamenn einna mest bólusettir allra jarðarbúa

Að sögn New York Times eru Kanadamenn einna mest bólusettir allra í heiminum með 84% íbúanna, sem hafa látið bólusetja sig. Um 50% hafa fengið örvunarskammt. Til samanburðar eru um 68% Bandaríkjamanna bólusettir og 33 % þeirra hafa tekið örvunarsprautu. Í Bandaríkjunum þurfa ferðamenn enn að vera bólusettir – einnig Kanadamenn, til að fá að komast inn í landið. Demókratinn Brian Higgins, þingmaður í fulltrúardeildinni vill, að Bandaríkin fylgi í fótspor Kanada og aflétta öllum kröfum tafarlaust.

Gleðin var mikil fyrir viku síðan, þegar tilkynnt var um afléttingarnar sem hófust í dag:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila