Kanadískur smitsjúkdómasérfræðingur segir lokun samfélagsins skaða tíu sinnum meira en hún gerir gagn

Joffe segir spár í byrjun faraldursins hafi verið yfirdrifið háar og að tjón vegna lokana kosti tíu sinnum meira en það gagn sem lokanir gera.

Smitsjúkdómasérfræðingurinn Ari Joffe hjá Stollery Barnasjúkrahúsinu í Edmonton, Kanada og prófessor við Barnalækningastofnun háskólans í Alberta skrifaði ritgerðina „COVID-19: Endurmat á hóphugsun lokunaraðgerða.“ Ritgerðin sýnir fram á að tjónið vegna lokana er tíu sinnum meira en gagnið sem hlýst af þeim. Ari Joffe segir í viðtali við Toronto Sun:

„Upphaflegar tölur sýndu ranglega að dauðatala smitaðra væri allt að 3% og yfir 80% allra myndu smitast og þá sýndu reiknimódel að nauðsynlegt væri að endurtaka lokanir. En þegar tölurnar komu sýndi það sig að meðaldauðatala smitaðra er 0,23%, að meðaldánartalan er 0,05% hjá fólki yngra en 70 ára og að aðaláhættuhópurinn eru eldra fólk, sér í lagi þau sem hafa alvarlega undirliggjandi sjúkdóma.“

Ari Joffe fær spurninguna af hverju hann hafi skift um skoðun. Ari Joffe segir að trúlega þurfi einungis á milli 20-40% af fólki að smitast til þess að takmarka útbreiðslu smits, þar sem þá væri hjarðónæmi náð. „Ég hugsaði aðeins um bein áhrif Covid-19 og hvernig ég gæti notað þekkinguna til að koma í veg fyrir þessi beinu áhrif. Ég hafði ekki hugmynd um hversu gríðarlegar afleiðingar af þessum lausnum, lokunum, væru á almenna heilsu og vellíðan.“

Nýar tölur sýna fáheyrilegar afleiðingar

Ari Joffe gagnrýnir að stjórnvöld hafi ekki borið saman hagkvæmni ýmissa leiða í baráttunni gegn covid-19

Núna sýna nýjar tölur að lokanirnar hafa haft í för með sér umfangsmikið tjón. Hefur það haft neikvæð áhrif á milljónir manns í heiminum sem kemur í ljós, þegar opnað verður aftur.

Rannsókn Joffe sýnir að allt á milli 83 til 132 milljónir fleiri upplifa matvælaskort en áður, alvarleg fátækt er hjá 70 milljónum fleiri, mæðradauði og barnadauði barna undir fimm ára aldri hjá 1,7 milljónum fleiri en áður vegna skorts á heilsu- og sjúkragæslu. Ýmsir smitsjúkdómar eins og berklar, malaría og hiv og andlát vegna rofinnar heilsuþjónustu gata hrjáð milljónir fleiri en áður. Lokanir skóla geta haft áhrif á framtíða tekjumöguleika og lífslengd milljóna barna og ofbeldi á heimilum hjá milljónum fleiri kvenna.

Vill fá kostnaðar- og hagkvæmniskilgreiningu

„Yfirvöld og heilsusérfræðingar létu ekki gera formlega kostnaðar-/hagkvæmnisskilgreiningu á mismunandi aðferðum í baráttunni gegn farsóttinni. Sjálfur taldi ég bestu aðferðina í byrjun vera að grípa til lokana til að kæfa farsóttina. En með þeim ákvörðunum sem stjórnmálamenn taka um lýðheilsu ættu að fylgja kostnaðaráætlanir. Þar sem ákvarðanir um lokanir eru teknar vegna lýðheilsu og til þess ætlaðar að bæta vellíðan íbúanna, þá verðum við að vega bæði kosti lokana og einnig hversu mikla vellíðan lokanir kosta fyrir íbúana. Þegar ég fékk meiri upplýsingar, þá sá ég að lokanir valda miklu meira tjóni en þær geta hindrað.“

Sjá nánar hér

Myndbandið með viðtalinu við Joffe finnst ekki lengur á netinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila