Mest að marka niðurstöður kannana nokkrum dögum fyrir kosningar

Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði

Mest er að marka þær skoðanakannanir sem framkvæmdar eru nokkrum dögum fyrir kosningar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors í stjórnmálafræði í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum var farið ítarlega yfir aðferðarfræði mismunandi skoðanakannanna, hvernig úrtak í hinum ýmsu könnunum er valið og hvað það er sem hefur áhrif á niðurstöður þeirra. Ólafur benti að mjög margt gæti spilað inn í þegar gerðar séu kannanir og nefndi dæmi um símakönnun sem gerð var þegar símar voru ekki orðnir mjög útbreiddir

þá var það þannig að það voru helst þeir efnameiri sem áttu síma og því var þýðið í þeirri könnun að meirihluta efnameira fólk, sem varð þess valdandi að það skekkti niðurstöður könnunarinnar„.

Þá sagði Ólafur að algengt væri að aldurssamsetning þeirra sem þátt taki í könnunum skipti einnig máli því ungt fólk hafi oft aðrar skoðanir en þeir sem eldri eru og því geti niðurstaða einnig litast af því hver aldurssamsetning þýðisins sé.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila