Heimsmálin: “Þegar konungurinn talar þá hlustar fólk”

Karl Gústaf sextándi

Ávarp  Karls Gústafs svíakonungs sem hann flutti sænsku þjóðinni í gærkvöldi hefur vakið talsverða athygli en í ræðunni leitaðist konungurinn við að stappa stálinu í landsmenn og hughreysta þá sem eiga um sárt að binda vegna Kórónuveirufaraldursins.

Gústaf Skúlason sem búsettur er í Stokkhólmi ræddi meðal annars um ávarp konungsins í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir að sænska þjóðin treysti mjög á konunginn og fólk finni til öryggiskenndar þegar han ávarpi þjóðin

það er bara þannig að þegar konungurinn talar, þá hlustar fólk, og þegar hann flytur ávörp sem þessi fær hann ógrynnin öll af þökkum, fólk treystir honum og það er auðvitað nauðsynlegt að hafa einhvern sem hægt er að treysta á í aðstæðum sem þessum“,segir Gústaf.

Hrikalegt ástand á sjúkrahúsum í Svíþjóð

Ástandið á sjúkrahúsum landsins er þó afar erfitt og eru frávik á notkun hlífðarbúnaðar orðin nokkuð algeng, svo algeng að mörgum heilbrigðisstarfsmönnum er nóg boðið

það er til dæmis gefið út að ef þú notar svona hjálm með plasthlíf að framan þá þurfir þú ekki að nota grímu, og í stað langerma klæðnaðar er stutterma klæðnaður nú samþykktur, en þetta er heilbrigðisstarfsfólk alls ekki sátt við, svo er þetta orðið þannig að heilbrigðisstarfsfólkið þarf að velja hverjir fá öndunarvélar“,segir Gústaf.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila