Karlmaður handtekin fyrir að bera sig í Laugardalnum og ölvaðir ökumenn stöðvaðir í tugavís

Það var í nógu að snúast hjá lögreglu á kvöld og næturvaktinni í nótt og kom upp talsverður fjöldi mála þar sem fólk hafði verið stöðvað við akstur undir áhrifum og mál þar sem fólk hafði fíkiefni undir höndum. Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn í Laugardalnum en hann er grunaður um að hafa berað sig frammi fyrir börnum sem átt hafa leið um dalinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er nú verið að kanna hvort grípa þurfi til sérstakra úrræða vegna mannsins.

Tilkynnt var um innbrot í atvinnuhúsnæði í Hálsahverfi í nótt en þar hafði bíl verið stolið og talsverðar skemmdir unnar á húsnæðinu. Þá var bifreið stöðvuð við hefðbundið eftirlit en í ljós kom að bifreiðin var ótryggð og hafði ekki heldur verið færð til skoðunar. Númerin voru því fjarlægð og eiganda gert að bæta úr málum.

Einnig var tilkynnt um að hópur barna og ungmenna væru að skemma utanhússklæðningu á verslunarhúsnæði í Hafnarfirði. Málið er í hefðbundnu ferli og unnið í samráði við foreldra og barnavernd

Deila