Kasparov krefst „rétttrúnaðarpassa“ til að fá að ferðast innan ESB

Ríkisstjórnir ESB eiga að innleiða sannanir um skoðanir fólks varðandi Úkraínustríðið með sams konar stafrænu fyrirkomulagi og gildir um bólupassana í dag. Þá er hægt að sjá, hverjir styðja Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu og gagnrýna Vladimir Pútín. Þessa tillögu lagði frjálslyndi stjórnmálamaðurinn og fyrrverandi skákmeistarinn Garri Kasparov fram á fundi með litháískum þingmönnum í Vilnius s.l. föstudag. (Mynd sksk Youtube).

Vilja róa íbúa Evrópu með því að Rússar búsettir í ESB framvísi skilríkjum um að þeir séu andstæðir Pútín


Garri Kasparov leggur til að „rétttrúnaðarpassinn“ virki á sama hátt og núverandi bólupassi og gefi m.a. rússneskum ólígarkum möguleika á að ferðast innan ESB og spá þar í kaup á evrópskum eignum sem margar lækka í verði í núverandi og dýpkandi efnahagskreppu.

Tillagan er auk Kasparovs studd af Mikhail Khodorkovsky, sem tók þátt í fundinum gegnum skjá. Khodorkovsky er þekktur fyrrverandi rússneskur ólígarki, sem hefur verið einn helsti gagnrýnandi Pútíns, eftir að Khodorkovsky var handtekinn fyrir skattaafbrot í Rússlandi í byrjun 20. aldar.

Kasparov sagði á fundinum í beinni útsendingu á Youtube (sjá myndband neðar á síðunni):

„Það eru raunverulegar líkur á því, að vinsamlegar evrópskar ríkisstjórnir gefi út vottorð og viðeigandi skjöl til fólks sem er hluti af hreyfingu okkar.“

Þannig verður líka hægt að draga úr áhyggjum margra Evrópbúa, sem óttast rússneska íbúa í löndum sínu, að treystandi Rússar hefðu rétttrúnaðarpassa, sem sýndi að þeir væru andsnúnir Pútín.

Krefjast að Rússar yfirgefi Úkraínu og skili Krím og að Pútín verði vikið frá völdum í Rússlandi

Rússarnir tveir hafa stofnað „rússnesku andstríðsnefndina“ sem mun lista þær skoðanir sem menn verða að játast undir til að fá evrópska rétttrúnaðarpassann.

Í drögum að yfirlýsingu sem forseta litháíska þingsins, Viktorija Cmilyte-Nielsen, var kynnt á föstudag, eru gerðar víðtækar kröfur. Auk þess að krefjast brotthvarfs Rússa frá Úkraínu er krafa um, að Krím verði skilað til Úkraínu og að í stað Pútínstjórnarinnar myndi stjórnarandstaðan nýja ríkisstjórn.

Litháenska Delphi segir einnig að krafist er áframhaldandi refsiaðgerða ESB gegn Rússlandi, þar til landið hefur bætt Úkraínu allt tapið í stríðinu.

Deila