Katrín Jakobsdóttir á einkafund með Norrænum verkalýðsleiðtogum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd/arbetet.se

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem fer utan til Svíþjóðar til fundar við Samtök Norrænna verkalýðshreyfinga á sama tíma og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna verður í opinberri heimsókn á Íslandi, fer á lokaðan einkafund með leiðtogum Norrænu verkalýðshreyfinganna daginn eftir almennan fund.

Ekki er ljóst hvers vegna Katrín fer á einkafundinn eða hvað á að ræða á fundinum. Mikið hefur verið fjallað um málið í sænskum fjölmiðlum, en þeirri spurningu hefur meðal annars verið velt upp hvort Katrín hafi ákveðið að sækja einkafundinn í þeim tilgangi að geta sneitt framhjá því að hitta Mike Pence fyrir á Íslandi. Mike Pence breytti hins vegar áformum sínum í dag og mun bíða hér á landi þar til Katrín kemur til baka frá Svíþjóð og því ljóst að Katrín kemur til með að hitta Pence.

Leiðtogar Norrænu verkalýðshreyfinganna hafa látið að því liggja að þeir séu afar ánægðir með að Katrín hafi valið að sækja einkafundinn fram yfir að hitta Mike Pence eins og útlit var fyrir áður en Mike Pence ákvað að dvelja lengur hér á landi. Rætt var um málið í þættinum Erlendar fréttir vikunnar en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson við Gústaf Skúlason í Stokkhólmi. Lesa má nánar um málið með því að smella hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila