Keikóævintýrið reyndi á þolinmæði pólitíkusa

Hallur Hallsson blaðamaður og sagnfræðingur

Þær hugmyndir að flytja hvalinn Keikó heim til Íslands lögðust afar illa í marga ráðamenn hér á landi og komu aðstandendur verkefnisins alls staðar að lokuðum dyrum, nema hjá Davíð Oddsyni þáverandi forsætisráðherra sem tók hugmyndinni vel og sagðist vilja skoða málið.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halls Hallssonar blaðamanns og sagnfræðings í síðdegisútvarpinu í dag þar sem hann rifjaði upp málið.

Hallur segir að það sem hafi ráðið úrslitum þess að úr búferlaflutningum Keikós varð hafi verið það snjallræði að benda á að málið hafi í raun ekki átt heima í sjávarútvegsráðuneytinu þar sem Þorsteinn Pálsson réð ríkjum.

Þorsteinn sýndi málinu mikila andstöðu svo vægt sé til orða tekið, því hafi verið leitað í ráðuneyti landbúnaðarmála ” Keikó var nefnilega ekki fiskur, heldur spendýr“,segir Hallur.


Hallur ósáttur við Norðmenn


Hallur er ekki sáttur við Norðmenn þar sem þeir hafi neitað að afhenda bein hvalsins sem endaði ævi sína í Noregi ” þeir hrúguðu yfir hann grjóti í skjóli nætur og neituðu að afhenda beinin og báru ið heilbrigðissjónarmiðum, þetta eru hreinlega helgispjöll“,segir Hallur. Hér að neðan má sjá mynd af þeim félögum Halli og Keikó á góðri stundu.

Hallur Hallsson og Keikó fallast í faðma

Athugasemdir

athugasemdir

Deila