Kemur ekki til greina að sækja um aðild fyrir Ísland að Evrópusambandinu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Það kæmi ekki til greina að Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir því að sækja um aðild fyrir Ísland að Evrópusambandinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarssonar utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðlaugur segist harður á því að það kæmi alls ekki til greina að hans hálfu að sótt yrði um aðild

það er algjörlega útilokað og ég sé ekkert í sjónmáli sem bendir til þess að hagsmunum Íslands sé vel borgið þar innan dyra„.

Í þættinum var Guðlaugur einnig spurður um orkupakka fjögur og hvort umræður um hann væru að fara fram í sameiginlegu nefndinni en Guðlaugur segir svo ekki vera

það sem er til umræðu þar er aðallega það sem við höfum þegar innleitt„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila