Kennsl borin á karlmann sem fannst látinn neðan við Erluhóla í Breiðholti

Kennsl hafa verið borin á karlmann sem fannst látinn neðan við Erluhóla í Breiðholti í lok síðasta mánaðar. Maðurinn hét Örn Ingólfsson og var hann 83 ára gamall.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Eins og fram hefur komið fann vegfarandi lík mannsins í skóglendinu neðan við Erluhóla utan alfaraleiðar og er talið að maðurinn hafi verið látinn í vikur og jafnvel mánuði áður en lík hans fannst.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila