Kerfið dæmir þá fyrirfram sem hafa verið ásakaðir í forsjárdeilum

Trausti Eysteinsson markþjálfi og múrari

Það er ekki hlaupið að því að ná fram rétti sínum í forsjárdeilum enda kerfið svifaseint og á meðan málin velkjast um í kerfinu harðna deilurnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Trausta Eysteinssonar markþjálfa og múrara sem gekk í gegnum erfiða forsjárdeilu þar sem hann var meðal annars ásakaður um kynferðisofbeldi gagnvart barninu, en ásakanirnar voru hluti af umgengistálmunum sem áttu sér stað,

Trausti sem var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur í síðdegisútvarpinu í dag var síðar hreinsaður af ásökununum eftir lögreglurannsókn. Trausti segir kerfið vera erfitt viðureignar en enn erfiðara þegar menn hafa verið ásakaðir um alvarleg brot þegar kemur að forsjár og umgengnismálum

fólkið innan kerfisins horfir á mann og viðmótið er þannig að það er ljóst að það er búið að dæma mann fyrirfram„,segir Trausti.

Trausti vann forsjármálið að lokum og hefur undanfarin ár að byggja sig og dóttur sína upp enda hefur málið tekið gríðarlega á bæði andlega og líkamlega

þetta er búið að vera rosalega langt ferli og fólk er oft að spyrja mig út í málið og margir fullorðnir karlmenn fara að gráta fyrir framan mig þegar þeir heyra hana„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila