Kerfið stopp vegna tilhæfulausra umsókna

Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins

Hælisleitendakerfið virkjar hægt og illa vegna þess að það hafa borist svo margar hælisumsóknir sem telast tilhæfulausar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Birgir segir að til þess að bæta gráu ofan á svart verði kostnaður vegna þeirrar biðstöðu sem slík mál fara í afar mikill og hægt sé að gera ýmislegt fyrir það fjármagn

Ég hef nú unnið við flóttamannaaðstoð í Palstínu svo það vill svo til að ég þekki vel til málaflokksins, en fyrir þann kostnað sem hlýst vegna langdvalar hælisleitenda væri hægt að hjálpa 12 manns í flóttamannabúðum„,segir Birgir.

Hann segir kerfið óskilvirkt úr sér gengið og ganga þurfi í það að laga kerfið

það á enginn að þurfa að dvelja hér í eitt til tvö ár til þess eins að komast að þeirri niðurstöðu að hann eigi ekki rétt að vera hér í landinu, við verðum að endurskoða þetta kerfi, þetta er rosalega dýrt og óskilvirkt, það er vel hægt að koma í veg fyrir tilhæfulausar umsóknir og spara einnig heilmikið fé, auk þess að stytta málsmeðferðartímann „,segir Birgir.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila