Kína hótar að hefna sín á Ástralíu fyrir að safna 122 löndum á bak við kröfu um rannsókn á uppruna kórónuveirunnar

Xi Jingping forseti Kína

122 lönd styðja hugmynd Ástralíu fyrir alþjóðlegri sjálfstæðri rannsókn á kórónuveirunni sem byrjaði í Wuhan, Kína. Hefur forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrisson, fengið að finna fyrir bræðiskasti kínverska kommúnistaflokksins sem hótar að méla sundur efnahag Ástralíu nema að Morrisson dragi tillöguna tilbaka. Kosið verður um tillöguna þriðjudaginn 19. maí á fundi alþjóðaráðs 194 ríkja WHO í Genf. Kommúnistaflokkur Kína hefur hækkað árásartóninn gegn Ástralíu og hótar með að leggja á ofurgjöld á útflutningsvörur til landsins.


Í tillögunni er nafn Kína ekki nefnt en allir skilja að tillagan er sett fram til að afhjúpa hylmingu stjórnvalda í Peking yfir uppruna kórónufaraldursins. Faraldurinn hefur kastað heiminum í kreppu og mörg lönd sem skulda Kína peninga spyrja sig núna hvers vegna þau eiga að vera að greiða skuldir sínar eftir að veiran kom frá Kína og kínversk yfirvöld sögðu ósatt í byrjun um smit veirunnar sem kostaði heiminn dýrmætan tíma og mörg líf. Öll aðildarríki ESB styðja tillögu Ástralíu eins og Bretland. Önnur lönd sem styðja tillöguna eru m.a. Nýja Sjáland, Indónesía, Japan, Indland, Kanada, Rússland, Mexíkó og Brasilía.


Samkvæmt tillögunni á framkvæmdastjóri WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus „að hefja eins fljótt og kostur er í samráði við aðildarríki WHO þann feril sem leiðir til hlutlægs, óháðs og altæks mats”. Lagt er til að rannsökuð verði „fengin reynsla og lærdómar af samræmdum alþjóðlegum viðbrögðum WHO gegn COVID-19”. 

Tillaga Ástralíu felur einnig í sér mat á „árangri viðbragða WHO með tiltækum ráðum og tímasettum ákvörðunum gegn COVID-19 faraldrinum”. Bandaríkin hafa óskað eftir harðari orðalagi þar sem Wuhan verði nefnt sérstaklega sem upphafssvæði faraldursins. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Mike Pompeo hvetur öll ríki til að styðja tillögu Ástralíu.

Tillagan er sett fram í ljósi þeirra staðreynda að forseti Kína Xi Jinping vissi um kórónuveiruna þegar 7. janúar en Hubei héraði þar sem kórónuveiran herjaði var fyrst lokað 23. janúar eftir að fimm milljónum manns var leyft að ferðast þaðan um Kína og út um allan heim.
Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila