Kínverskir kommúnistar æfir vegna birtingu Der Bild á hugsanlegum 150 milljarða evru reikningi til Kína vegna kórónuveirunnar

Það er greinilega á fleiri stöðum en á Íslandi sem kínverska sendiráðið hundskammar fólk fyrir að vilja ræða ”hvað þeir eru eiginlega að fást við í Kína”. Þýzka blaðið Der Bild gerði lausalega samtantekt á kostnaði Þjóðverja vegna kórónuveirunnar og landaði nótan upp á tæpar 150 milljarða evrur mótsvarandi um 23 þúsund 544 milljörðum ísl. kr.

Der Bild fylgir í kjölfar Breta, Frakka og Bandaríkjamanna sem ræða hugsanlegan eftirmála veirufaraldursins ef í ljós kemur að veiran slapp út vegna hættulegs gáleysis eða eitthvað enn verra. Der Bild taldi upp 27 milljarða evru tap ferðamannaiðnaðar, rúmlega 7 milljarða evru tap þýzka kvikmyndaiðnaðarins, milljón evru tap á hverjum klukkutíma hjá flugfélaginu Lufthansa og 50 milljarða tap þýskra smáfyrirtækja. 


Kínverjar brugðust afar reiðir við tiltæki blaðsins sem gengur skrefi lengra en leiðari Morgunblaðsins sem minntist á Tsjérnóbyl. Í blaði dagsins 20. apríl skrifar ritstjórinn Julian Reichelt og flytur á myndbandi svar við yfirgangi Kínverja. Beinir hann bréfinu til forseta Kína Xi Jinping. Fyrirsögn svarsins er ”Þið setjið allan heiminn í hættu” (bréfið neðan í lausri þýðingu)


Kæri forseti Xi Jinping

Sendiráð ykkar í Berlín skrifaði opið bréf til mín vegna þess að við settum fram þá spurningu í blaði okkar BILD, hvort Kína ætti að greiða fyrir það gríðarlega efnahagslega tjón sem kórónuveiran hefur skapað um allan heim. Látið mig svara:

1. Þið stjórnið með því að vaka yfir fólki. Þú gætir ekki verið forseti án alls eftirlits. Þið vakið yfir og fylgist með öllu, sérhverjum meðborgara en neitið að hafa eftirlit með sjúkum matarmörkuðum í landi ykkar.

2. Eftirlit er afneitun frelsis. Og ófrjáls þjóð skortir sköpunarkraft.Þjóð sem ekki er framsækin skapar engar nýjungar. Þess vegna hefur þú gert landið ykkar að heimsmeistara í þjófnaði á einkaréttindum.Kína auðgast á uppfinningum annarra í stað þess að uppfinna sjálf. Ástæðan fyrir því að Kína skortir athafnasemi og uppfinningar er að ungu fólki í landi ykkar er ekki leyft að hugsa frjálst. Stærsta útflutningsvara Kína (sem enginn vildi fá en hefur samt sem áður farið út um allar jarðir) er Kórónan.

3. Þú, ríkistjórn þín og vísindamenn ykkar vissuð fyrir löngu síðan hversu smitsöm Kórónuveiran er en þið földuð það fyrir umheiminum. Helstu sérfræðingar ykkar svöruðu engu þegar vestrænir vísindamenn grennsluðust fyrir hvað væri að gerast í Wuhan.Þið voruð of stoltir og þjóðlegir til að geta sagt sannleikann sem þið óttuðust að væri þjóðarskömm.

4. ”Washington Post” greinir frá því að rannsóknarstofur ykkar í Wuhan hafi unnið að rannsóknum á kórónuveiru í leðurblökum en án þess að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Hvers vegna eru rannsóknarstofur ykkar ekki jafn öruggar og fangelsin fyrir pólitíska fanga?

5. Í landi ykkar talar fólkið um þig í hljóði. Veldi þitt er að falla saman. Þú hefur skapað óskiljanlegt, ógagnsætt Kína. Fyrir kórónufaraldurinn var Kína þekkt fyrir að vera eftirlitsríki. Núna er Kína þekkt fyrir að vera eftirlitsríki sem hefur smitað allan heiminn með dauðlegum sjúkdómi.Það mun verða stjórnmálegur arfur ykkar.


Sendiráðið ykkar segir mér, að ég nái ekki upp til ”hefðbundinnar vináttu á milli fólksins okkar”. Ég reikna með að þú teljir stórkostlega ”vináttu” vera að þú sendir núna andlitsgrímur í stórmennsku um allan heim. Þetta er ekki vinátta, ég kalla það heimsvaldastefnu falda á bak við bros – Trójuhest.


Þú ætlar að auka styrk Kína með því að flytja út plágu. Þér mun ekki takast það. Fyrr eða síðar mun kórónan ljúka stjórnmálaferli þínum.


Virðingarfyllst

Julian Reichelt

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila