Kína byggði þrisvar sinnum fleiri kolaraforkuver en öll önnur lönd samanlagt 2020 – reistu eitt nýtt í hverri viku

Á meðan Vesturlönd loka kjarnorkuverum og rífast yfir hærra raforkuverði og heimatilbúnum raforkuskorti, þá gleðjast kínverskir kommúnistar yfir hverju nýju kílówatti sem framleitt er með kolum í Kína. Þrátt fyrir allan fagurgalann, grænu orkubyltinguna og loforð um að hætta að menga andrúmsloftið, þá byggði Kína að meðaltali eitt nýtt stórt koladrifið raforkuver í hverri viku árið 2020. Karl Hallding hjá Umhverfisstofnun Stokkhólms segir að „byggja eigi óhemju mikið kolaafl í Kína næsta áratuginn.”

Meira en helmingur orkuþarfarinnar kemur frá þungaiðnaði, stálframleiðslunni

Ný skýrsla frá Global energy monitor GEM og Centre for research on energy and clean air CREA, sýnir að Kína reisti þrisvar sinnum fleiri kolaraforkuver en öll önnur lönd í heiminum samanlagt í fyrra. Og áfram er haldið á sömu braut og bætt við því hafnar eru byggingar kolaraforkuvera í Kína með fimm sinnum meiri orkugetu en samanlagt í þeim kolaraforkuverum sem byrjað er að byggja í öllum öðrum löndum heims. Miðað við 2019 eykur Kína orkufamleiðslu með kolum yfir 21% og segir Karl Hallding að aukin orkunotkun haldist í hendur með auknum stáliðnaði í Kína undanfarna áratugi. „Ef litið er nánar á það sem er að gerast, sést að um aðra óvenjulega hluti er að ræða í orkukerfi Kína, sem er að afskaplega mikill hluti orkuþarfarinnar – örugglega yfir helmingur – kemur frá þungiðnaði. Þannig eru málin ekki í öðrum löndum. Kína hefur byggt stálframleiðsluna 2000-2012 mótsvarandi stálframleiðslugetu allra annarra landa ár 2000 og dælir út ódýru stáli á heimsmarkaðinn.”

Svíkja loforð um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda

Blomberg sagði frá því að koldíoxíðlosun í Kína hefði aukist um hálft prósent í fyrra sem er í skærri mótsögn við minnkun annarra landa í heiminum. Bandaríkin minnkuðu mest með 12,5%, ESB og Bretland með 7,5% og Indland með 8,1%. Skv. CREA-skýrslunni getur Kína ekki staðið við loforð Xi Jinping um að Kína verði með haldbæra orkuframleiðslu árið 2060. Það þýddi að Kína þyrfti að minnka framleiðsluna sem í dag er 1.095 gígawatt til 680 gígawatt í síðasta lagi 2030. En þróunin er í þveröfuga átt. Hallding segir að kolaraforkuver verði að vera í gangi í minnst 30 ár svo þau verði arðbær. Hann segir vandamálið vera að Kína semji við SÞ sem „þróunarríki” og þurfi þess vegna ekki að skuldbinda sig til neinna ákveðinna losunartakmarkana. „Það eina sem er sagt er að hlutur jarðefnalausrar orku muni aukast í heildarorkuframleiðslunni. En ef brúna orkan er stöðugt aukin í stækkandi köku, þá skiftir engu máli þótt grænni orku sé bætt við.”

Þarf að merkja út Kína sem loftslagsbófa

Karl Halldin segir að heimurinn þurfi að merkja út Kína sem loftslagsbófa til að reyna að fá landið til að taka ábyrgð á gjörðum sínum. „Kínverjar hafa verið afskaplega duglegir að selja inn sína sögu og margir halda að Kína sé nýr leiðtogi fyrir græna þróun. Ég hef verið með í mörgum viðræðum með Kína en síðan Xi Jinping komst til valda hefur ekki verið hægt að eiga almennilegar viðræður við kínverska þáttakendur, því þeir vitna bara í Xi Jinping.”

Fimm aðalatriði skýrslunnar:

  • Kína reisti ný kolaraforkuver með 38,4 gígawatta getu sem er þrisvar sinum meira en þau 11,9 gígawött sem öll önnur lönd í heiminum byggðu.
  • 2020 jókst raforka með kolum með 29,8 gígawatt á meðan raforka með kolum minnkaði með 17,2 gígawatt í öllum öðrum hlutum heims.
  • 2020 hófust byggingar nýrra kolaraforkuvera með getu upp á 73,5 gígawött sem er fimm sinnum meira en þau 13,9 gígawött sem byggja á í öllum öðrum löndum samanlagt.
  • Kína byggir núna kolaraforkuver með samtals 247 gígawatta getu sem er 21% meira en við árslok 2019 og um sex sinnum meira en t.d. heildarframleiðsla allra kolaraforkuvera í Þýskalandi.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila