Kína er „stærsta hætta heims” segir breskur herforingi

Jóhanna Sigurðardóttir fv. forsetisráðherra í skjóli hervalds kínverska kommúnistaflokksins í heimsókn til risaveldisins.

Kínverska ríkisstjórnin „er stærsta hætta heims” sagði Jim Hockenhull herforingi á blaðamannafundi á herstöð flughers hennar hátignar í Wyton, Cambridgeshire um síðustu helgi í Bretlandi. Ræddi herforinginn um hvernig „alþjóðlegir aðilar eins og Rússland og Kína ögra stöðugt núverandi reglum með hegðun sinni án þess að stefna í bein átök í vaxandi grásvæði milli stríðs og friðar.”

The Thelegraph greindi frá því að Hockenhull hefði rætt um Rússland sem „stærstu hernaðar- og stórveldahættu við öryggi í Evrópu” en hefði notað sterkustu varnaðarorðin um ríkisstjórn Kína. „Kína sýnir ákveðinn og vaxandi yfirgang. Kína er stærsta hættan við skipulag heimsins og reynir að koma á aðferðum sínum með því að nota efnahagslega yfirburði til að ná áhrifum og með gríðarlegum fjárfestingum í nútíma herafla sínum að bakhjarli.”

Hervæðing geimsins

Breski herforinginn Jim Hockenhull (Mynd Wikipedia)

Samkvæmt The Sun hefur Xi Jinping hraðað nútímavæðingu kínverska hersins síðan hann komst til valda 2013. Kínverski herinn ræður núna yfir „leiðandi vopnakerfum sem dregið hafa fljótt á forskot Vesturlanda. Vaxandi herfloti í Renhai-klassa er sá besti í heiminum. Hin breytta heimsmynd þrýstir á Vesturlönd að breyta aðferðum og taka vígbúnaðarskref til jafns við andstæðing sem ekki fer eftir leikreglunum. „

Bretar gera núna heildarendurskoðun á stefnu sinni í utanríkis-, öryggis- og varnamálum og munu fara frá braut hefðbundinna varna og „vera meira á nýjustu sviðum geimhernaðar, tölvuhernaðar og sjávarhernaðar“ að sögn varnarmálaráðherra Breta Ben Wallace.

Varnir gegn tölvuinnrásum

Dominic Raab utanríkisráðherra Breta sagði 23. júlí s.l. að hann væri „afar áhyggjufullur yfir sönnunargögnum um að Kína væri viðriðið tölvuárásir gegn sjálfstæðum læknastofnunum og háskólum og einnig meðal þeirra sem vinna gegn kórónufaraldrinum.” Tveimur dögum áður kærði dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tvo Kínverja fyrir að hafa brotist inn í tölvur fyrirtækja og yfirvalda í mörgum löndum eins og Bretlandi, Belgíu, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan og reyna að stela mikilvægum upplýsingum m.a. rannsóknum á COVID-19.

Bandaríkin og Bretar gáfu út sameiginlega yfirlýsingu vegna tölvuárása á alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og rannsóknarstofur læknavísinda þar sem unnið var að rannsóknum á kórónuveirunni. Bretar tilkynntu nýverið að ríkisstjórnin styrki sjúkrafyrirtæki til að auka tölvuöryggi og vernda viðkvæmar upplýsingar.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila