Kína fjárfestir 400 milljörðum Bandaríkjadala í Íran á næstu 25 árum

Forseti Kína Xi Jinping bakhjarl Írans til vinstri og Ayatollah Ali Khamenei æðstiprestur Írans til hægri

Kína er sannkallaður björgunarvættur íslamska ríkisins Írans eftir samningsdrög milli landanna upp á 400 milljarða dollara fjárfestingu Kína í Íran. Samningurinn á að vera til 25 ára og nær m.a. yfir hernaðaraðstoð, vopnasölu og herbirgðir í Íran. Hluti samningingsins er leynilegur umheiminum, þrátt fyrir ummæli Zarif utanríkisráðherra Írans og fleiri sem gert hafa samningaviðræðurnar mjög sýnilegar og þá sérstaklega gagnvart Bandaríkjamönnum. Íran vill sýna umheiminum að þeir eigi eitt sterkasta ríki veraldar Kína að bakhjarli.


New York Times skrifar um samkomulagið að „það muni að stórum hluta þenja út nærveru Kína í bankakerfinu, í síma og tölvukerfinu, við hafnir og í járnbrautakerfinu og tugum annarra verkefna alls um hundrað talsins. Í staðinn mun Kína fá niðurgreidda íranska olíu næstu 25 árin.”
Með samningunum eykur kínverski kommúnistaflokkurinn enn á áhrif Kína í Miðausturlöndum eftir að hafa – án þess að fara hátt með það, stutt við bakið á Assad og Sýrlandsher. Kína hefur eins og Rússland verið upp á kant við bandaríska hagsmuni á svæðinu og mun viðskiptasamningur Kína draga úr áhrifum viðskiptabanns Bandaríkjanna. Hér eru nokkrir punktar samkomulagsins:

  • Kína byggir 5G netverkið í Íran
  • Hernaðarsamstarf sem m.a. inniheldur sameiginlegar heræfingar og þróun varnartækni
  • Kína fær aðgang að mikilvægum írönskum höfnum í Persísku víkinni eins og Jask sem er við hliðina á helstu flutningaæð olíu til umheimsins – þetta er stórt skref fram á við fyrir heimsyfirráðarstefnu Kína
  • Íran fær í staðinn aðgang að höfnum í Suður-Asíu
  • Íran fær aðgang að rafrænni hertækni Kína og Rússa, þar á meðal varnarkerfi gegn hugsanlegum eldflaugum Ísrael og Bandaríkjanna

Gagnrýnendur samningsins bæði innanlands í Íran og erlendis segja að samningurinn sé í raun og veru „landssala” Íran til Kína. Íran er illa laskað vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjanna og alþjóðlegrar einangrunar. Mahmoud Ahmadinejad fyrrum forseti Írans sagði samkomulagið vera „leyniverk sem íbúar Írans myndu aldrei samþykkja.” Bent er á hvernig Kína hefur farið með lönd í Afríku sem gert hafa þau stórskuldug og háð yfirvöldum í Peking.  Forystumenn Írans banda slíku frá sér „enda hættir að eiga við fyrrum þekkta djöfla”. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila