Xiao Qiang segir Kínverja vilja að yfirvöld taki á sig ábyrgðina vegna útbreiðslu kórónuveirunnar

Xiao Qiang rannsóknarblaðamaður hjá Kaliforníuháskólanum í Berkeley. Hann er stofnandi netmiðilsins China Digital Times og gjörkunnugur málum í Kína

The Epoch Times greinir frá því, að Xiao Qiang rannsóknarblaðamaður á Upplýsingaskóla Kaliforníuháskólans í Berkeley segi að „Kínverjar hafi snemma séð að verið var að hylma yfir útbrot kórónuveirunnar í Wuhan og þeir vilja að yfirvöld taki á sig ábyrgðina fyrir að veiran barst út um allan heim. Ábyrgð er það orð sem Kínverjar nota sjálfir”.


Xiao Qiang stofnandi netmiðilsins China Digital Times segir að hann ásamt starfsmönnum hafa fylgst vel með félagsmiðlum í Kína frá byrjun janúar, þegar fréttir komu um veirufaraldurinn í Kína. Fylgdust þeir með reiði Kínverja og köll á aðstoð á meðan þögnin ein ríkti hjá yfirvöldum í Peking. 
Xiao Qiang sagði 9. júní á netráðstefnunni „Kína á krossgötum:

Barist fyrir mannréttindum í kórónufaraldrinum” sem sótt var af sérfræðingum frá Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu og Hong Kong, að „þrátt fyrir vitneskju um að veiran smitaðist á milli fólks þegar starfsmenn sjúkrahúsa veiktust, þá bárust ekki upplýsingar um það til fólks vikum saman. Kínversk yfirvöld ritskoðuðu almennar upplýsingar á netinu…þau ritskoðuðu upplýsingar heilbrigðisyfirvalda á netinu. Borgaryfirvöld töfðu og héldu undan upplýsingum frá almenningi”.


Gagnrýndi Xiao Qiang Alþjóða heilbrigðisstofnunina, sem tísti 14. janúar að kínversk yfirvöld hefðu engar sannanir fyrir því að veiran smitaðist á milli fólks.  „WHO dreifði rangfærslum ríkisstjórnar Kína sem leiddi til þess að hin dauðlega veira barst út um allan heim. Allar upplýsingar um vantraust á yfirvöldum, rangar tölur, raunverulegar dánartölur í Wuhan, uppruna veirunnar og allt sem ekki fylgdi frásögn yfirvalda var stöðugt haldið undan. Fólk sem sagði frá hlutunum var handtekið eða þaggað niður”.


Irwin Cotler fv. dómsmálaráðherra Kanada og núverandi formaður Mannréttindamiðstöðvar Raoul Wallenberg sagði að handtaka á uppljóstrurum og dreifing falskra upplýsinga vegna veirufaraldursins sé dæmi um hvernig kínversk yfirvöld fótumtroði  alþjóðareglur svipað og þau gera núna í Hong Kong. Segir hann fjölmiðlafólk í Hong Kong vera í hættu og eiga yfir höfði sér málaferli vegna nýju laganna um þjóðaröryggi.  Segir hann stjórnina í Peking vera borna af „spillingarmenningu og glæpamennsku”.

Auk árása kínverska kommúnistaflokksins á lýðræðið í Hong Kong, þá hafa Uighur múslímar verið hnepptir í þrælkunarbúðir, lýðræðissinnar verið kúgaðir, Taiwan haldið í ótta með sífelldum hótunum, Tíbetanir kúgaðir og hundeltir og árásir og lögsögnir gegn Falun Gong í tvo áratugi. 
„Við verðum að skilja við hverja við erum að eiga við hér. Það er stjórn með rándýrseðli sem algjörlega kúgar sína eigin íbúa og flytur árásarstefnu sína einnig erlendis”.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila