Varað við dularfullum pökkum með „fræjum sem virðast koma frá Kína”

The Epochtimes segir frá aðvörunum við dularfullum póstsendingum með óþekktum fræjum sem eru send á að því er virðist á handahófsvalin heimilsföng í Bandaríkjunum frá Kína. Á myndum sem yfirvöld hafa dreift virðast pakkarnir koma frá Kína með opinberum kínverskum póststimplum. Sagt er að pakkarnir innihaldi  skartgripi en annað kemur í ljós þegar þeir eru opnaðir.


Daily Mail segir sömu sögu frá Bretlandi en þar hafa hundruðir manna fengið dularfulla pakka frá Kína sem sagðir eru vera „eyrnatappar” en innihalda óþekkt fræ og hafa bresk landbúnaðaryfirvöld varað við pökkunum á svipaðan hátt og í Bandaríkjunum. Þá hafa yfirvöld í Kanada einnig sent frá sér svipaðar aðvaranir vegna dularfullra fræpakka frá Kína þar. 

Wang Wenbin fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins sagði á blaðamannafundi fyrir helgi að merkingin væri fölsuð og kínverski pósturinn hefði beðið þann bandaríska um að senda tilbaka slíka pakka til rannsóknar í Kína. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið samstarf við landamæra- og öryggiseftirlit og fjölmarga aðra til að rannsaka málið. Ráðuneytið tilkynnir að það sé „að safna saman pökkum frá þeim sem fá þá og muni rannsaka innihaldið til að ákveða hvort það sé þess eðlis að landbúnaðurinn og umhverfið þurfi að bregðast við.”


Bandaríkjamenn eru beðnir um að láta yfirvöld tafarlaust vita um slíka pakka og alls ekki hreyfa við fræjunum eða sá þeim á meðan verið er að rannsaka hvort þeir innihaldi skaðlega sjúkdóma eða illgresi. 
Engar sannanir eru fyrir því hvort um neitt annað en hrekkjarbragð sé að ræða. Leyfi þarf frá landbúnaðarráðuneytinu til að flytja inn fræ í Bandaríkjunum. Fólki sem hefur þegar sáð fræjum er sagt að rífa þau upp og pakka vandlega og fleygja í ruslið þar sem ekki má nota þau til moldunar. 


Lori Culley frá Utah sem fékk ásamt tugum annarra slíkan pakka sagði í viðtali við Fox 13 að „hún vonaðist til að þetta væri ekkert alvarlegt. En við getum ekki verið of varkár. Við verðum að vera það. Það eru of margir geðveikir hlutir að gerast í heiminum og margir þeirra koma frá Kína.”
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila