Kína í vígbúnaðarkapphlaupi – segist byggja upp ofurher í „friðsömum“ tilgangi

Kommúnistaflokkur Kína ásakar NATO um „rógburð“ og segir að líta eigi á gríðarlega hernaðaruppbyggingu Kínverja m.a. í Afríku sem kínversk varnarmál. M.a. hafa borist fréttir, að Kína sé að byggja hafnir fyrir kafbáta og herskip á vesturströnd Afríku, sem þjóna sjóher Kína á Atlantshafi. Kínverjar hafa einnig tilkynnt, að þeir ætli að auka kjarnorkusprengjubúr sitt og hefur sú stefna leitt til þess, að NATO hefur sent frá sér yfirlýsingu um að Kína „raski hinu alþjóðlega, hefðbundnu skipulagi í öryggismálum.“

Þetta er í fyrsta skiptið, sem NATO bendir opinberlega á Kína sem ógn við umheiminn. Kínverjar svöruðu fljótt fyrir sig og sögðu hernaðarstefnu Kína vera „eðlilegar varnir“ og skoruðu á forystumenn NATO að „nota skapið frekar til umræðna í staðinn fyrir að lýsa Kína sem ógn.“ Segir fulltrúi kommúnistastjórnarinnar í tilkynningu, að „nútímavæðing hers og varnarmála Kína sé sjálfsögð, opin og gegnsæ.“ Jafnramt krefst Kommúnistaflokkurinn, að vígbúnaðarkapphlaup Kína verð lýst á „skynsamlegan hátt og að NATO hætti að nota löglega, kínverska hagsmuni og réttindi sem afsökun í heimsveldablokkpólitík til að skapa deilur og ýta undir alheimskapphlaup.“

Kína með stærsta her í heimi og bráðum þann nútímalegasta

Sama dag og Kína lýsti þessu yfir, flugu 28 kínverskar herflugvélar í lofthelgi Taiwan og er það í fimmta sinn í júnímánuði sem kínverski flugherinn fer meðvitað inn í flughelgi Taiwan. NATO segir Kínverja skorta gegnsæi og stöðugar villandi upplýsingar þeirra valda hernaðarbandalaginu áhyggjum. Jens Stoltenberg aðalritari NATO lagði áherslu á, að NATO sæktist ekki eftir neinu köldu stríði við Kína en vígbúnaðarkapphlaup Kína er litið áhyggjufullum augum.

Kína hefur stærsta her heims með yfir 2 milljónir hermanna. Miklu er fjárfest í nútíma herbúnaði eins og þyrlum, skipum, flugvélum og eldflaugum. Nýlega lýsti Alþýðuherinn því stoltur yfir, að sjálfstýrður greindarbúnaður, Artificiell Intelligence, væri notaður með miklum og góðum árangri í nýjum herþotum og var því lýst þannig, að hugbúnaðurinn væri fljótari og nákvæmari í að skjóta niður flugvélar andstæðinganna í loftstríði en mannlegir flugmenn geta gert.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila