Kína kaupir upp skóla í Bretlandi

Ýmsir eldir meðlimir Kommúnistaflokks Kína eru í framverði „Belti og braut“ útrásar kínverskra kommúnista sem stefna að heimsyfirráðum. Mynd frá hersýningu kommúnistanna í Peking.

Breitbart greinir frá því að Nigel Farage leiðtogi Brexit hreyfingarinnar í Bretlandi vari við því að „kommúnisminn sé að taka yfir“ stóran hluta einkakennslunnar í Bretlandi, því margir einkaskólar hafa verið keyptir upp af kínverskum fyrirtækjum með tengsl við kommúnistaflokkinn í Kína.

A.m.k. 17 skólar hafa verið keyptir af kínverskum aðilum m.a. í eigu níu eldri meðlima í Kommúnistaflokki Kína. Sagt er að skólarnir setji námsmenn „í heilaþvott“ með kínverskum skoðunum og einn skólinn hefur viðurkennt opinberlega skv. Mail Online, að markmiðið með að lauma sér inn í menntakerfið sé að reka áróður fyrir alþjóðaverkefni Kína „Belti og braut.“

Belti og braut er útrásarverkefni kínverska kommúnismans

Nigel Farage segir að breska ríkisstjórnin

„verður að vakna við hættunni og bregðast fljótt við, því kínverski kommúnistaflokkurinn er með laumuspili sínu að taka yfir heiminn. Xi Jinping vonast til að ná efnahagslegum heimsyfirráðum með miklum alþjóða fjárfestingum.“

Farage varar einnig við heilaþvotti Konfúsíusarstofnana. Innrás kínverskra kommúnista er víðtækari en að kaupa skóla, því 29 Konfúsíusarstofnanir eru í Bretlandi og í deildum í háskólum og 148 sérstökum Konfúsíusarbekkjum í skólunum. Allir bjóða upp á kennslu í „kínversku máli og menningu“ en eru í reynd ekkert annað en hluti af kínverska Menntamálaráðuneytinu sem starfar undir miðstjórn kommúnistaflokksins.

„Námsmönnum er kennt að Kína sé framtíðin og þeir eru bókstaflega heilaþvegnir af áróðri Kommúnistaflokks Kína.“

Farage segir að engin kennsla sé um þjóðarmorð Úígúra í Xinjiang eða niðurrif lýðræðis í Hong Kong.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila