Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur í langan tíma skráð stjórnmálamenn Vesturlanda til að finna út hverja hægt að kaupa

Í langan tíma hefur kínverski kommúnistaflokkurinn meðvitað skráð stjórnmálamenn Vesturlanda í því skyni að finna þá sem hægt er að kaupa og nota fyrir markmið flokksins. Í nýrri heimildarmynd um aðferðir Kínverja í Bandaríkjunum upplýsir Roger Roth, þingmaður repúblikana í Wisconsin fylki, að kommúnistaflokkur Kína hafi tvívegis beðið hann um að leggja fram tillögu á Bandaríkjaþingi um að hæla Kínverjum fyrir dugnað þeirra í baráttunni gegn kórónuveirunni. Ekki nóg með að Kínverjarnir báðu hann um þennan greiða heldur létu þeir hann fá tilbúna tillögu til að leggja fram á þinginu.

Segist hann aldrei áður hafa lent í neinu slíku og kom það honum í opna skjöldu hversu sjálfsagðan hlut Kínverjarnir töldu þessar aðferðir vera. Fékk hann tillögurnar sendar í tölvupósti frá kínverska konsúlatinu í Chicago í lok febrúar og byrjun mars. Lýsir hann í myndinni hversu reiður hann varð og hvaða skilaboð hann bað starfsfólk sitt um að senda kínverska konsúlatinu.


Washington Post og Wall Street Journal hafa tekið á móti milljónum dollara frá kínverskum kommúnistum

Ári eftir fjármálahrunið 2008 hleypti kommúnistaflokkur Kína af stað 6,6 milljarða dollara áróðursverkefni til að dreifa kínverskum áróðri út um allan heim og til að yfirgnæfa frjálsa óháðar fjölmiðla á Vesturlöndum. Kommúnistarnir telja mikilvægt að „rétt sé sagt frá málum”  eins og t.d. að Xi Jinping sé farsæll leiðtogi og ekkert neikvætt megi segja um hann eða flokkinn, að Taiwan sé ekki sjálfstæð þjóð heldur hluti af Kína o.s.frv. 2010 leigðu Kínverjar fjórar efstu hæðirnar á einum besta stað á Times Square í New York og skömmu síðar eitt besta auglýsingaskyltið þar sem þeir hófu útsendingar á áróðri sínum. Einnig hófst útgáfa á dagblaðinu China Daily sem dreift er ókeypis í Bandaríkjunum m.a. til allra þingmanna Bandaríkjaþings. 


Kommúnistaflokkurinn hefur á þriggja ára tímabili frá nóvember 2016 greitt yfir 4,6 milljónir dollara til Washington Post og 6 milljónir dollara til Wall Street Journal fyrir að birta „fréttir” undir heitinu China Watch í blöðunum þar sem Kína er m.a. sagt vera „opið nútímalegt samfélag”.


Konfúsíus-stofnanir og skólastyrkir bundnir skyldu um að segja ekkert neikvætt um Kína

Kommúnistaflokkur Kína hefur opnað 541 Konfúsíus-stofnanir í 100 löndum og eru 15% þeirra í Bandaríkjunum. Minnir á áróðursstofur Sovétríkjanna um allan heim, MÍR á Íslandi, sem sá um áróður kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Gríðarlegu fé er varið í þessi áróðursstofnanir og laun til starfsmanna og kennara. Rachelle Peterson hjá Bandalagi menntaðra í Bandaríkjunum heimsótti 12 Konfúsíus stofnanir en enginn háskólanna, þar sem stofnanirnar voru starfræktar, vildu sýna henni samninga sína við Hanban frá Kína. Henni tóks samt að komast yfir eintak og þar er tekið loforð af viðkomandi háskólum um að fylgja lögum kínverska kommúnistaflokksins og að Hanban, sem tilheyrir beint undir menntamálaráðuneyti Kína, meti og gefi kennurum starfsleyfi. Kennarar verða þannig háðir peningum frá Kína og starfsreglum eins og að ekkert slæmt má segja um Kína, því þá missa menn starfið.


Systurborgir mikilvægar í útþenslustefnu Kína

Myndin lýsir því, hversu þýðingarmiklu hlutverki s.k. „systurborgir” gegnafyrir útþenslu kínverskra hagsmuna í heiminum. Kommúnistaflokkurinn notar meðvitað slík tengsl til að fá opinbera viðurkenningu „systurborganna” á því að Taiwan tilheyri Kína og m.a. í baráttunni gegn Falun Gong. New York er systurborg Peking og borgarstjórn New York hefur gefið út þá yfirlýsingu, að mikilvægasta verkefni borgarinnar sé að treysta og styrkja sambandið við Peking. 


Myndin er full af staðreyndum um hernaðarlist kínverskra kommúnista til að rugla Vesturlandabúa í ríminu og fá okkur til að halda að einræðisstjórn kommúnista sé eins og lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir á Vesturlöndum. Kínverjar flæða út um allan heim og ná sífellt sterkari tökum á efnahag og stjórnmálum Vesturlanda. 

Kínverski kommúnistaflokkurinn er í menningarlegu upplýsingastríði í hinum frjálsa heimi til að gera íbúa Vesturlanda varnarlausa gagnvart raunverulegum heimsvaldamarkmiðum sínum. Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila